22.09.2010

Almannavarnanefnd – 10.06. fundur

 
Almannavarnanefnd – 10.06. fundur
 
 
haldinn í stjórnstöð Almannavarnanefndar við Faxastíg,
miðvikudaginn 22. september 2010 og hófst hann kl. 15:00
 
 
Fundinn sátu:
Karl Gauti Hjaltason formaður, Ólafur Þór Snorrason, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Adolf Hafsteinn Þórsson, Jóhannes Ólafsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þ Snorrason, framkvæmdastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201009080 - Öryggisbúnaður Herjólfs
Rætt um öryggisbúnað Herjólfs í framhaldi af umræðum í fjölmiðlum.
Almannavarnarnefnd felur formanni að skrifa Siglingastofnun bréf þar sem spurst verði fyrir um öryggisbúnað skipsins og hvort hann uppfylli ýtrustu kröfur sem gerðar eru til farþegaflutninga, með sérstöku tilliti til þess að fækkað hefur verið í áhöfn Herjólfs. Sérstaklega verði spurt um sjósetningarbúnað björgunarbáta í framhaldi af umræðum í fjölmiðlum.
 
2. 201009082 - Vettvangsstjórnunarbifreið Almannavarnanefndar
Samykkt var að selja bílinn hæstbjóðanda að undangenginni auglýsingu á vef Vestmannaeyjabæjar.
 
3. 201009083 - Hættumat fyrir Vestmannaeyjar
Formaður greindi frá því að engin svör hafa borist frá Almannavarnarnefnd Ríkislögleglustjóra vegna erindis Almannavarnarnefndar Vestmannaeyja dags. 6.febrúar 2009 um hættumat fyrir Vestmannaeyjar varðandi eldgos og ferjusiglingar.
 
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15.30
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159