21.09.2010

Fundargerð 21.september 2010Náttúrustofa Suð

 
Fundargerð 21. september 2010
 
 
 
Náttúrustofa Suðurlands – Stjórnarfundur haldinn 21. september 2010 kl. 16:00.
 
Mætt voru: Ingvar A. Sigurðsson, Halla Svavarsdóttir, Kristján Egilsson, Jóhanna Njálsdóttir, Anton Eggertsson og Rut Haraldsdóttir. Sigurhanna Friðþórsdóttir boðaði forföll.
 
 
Fundurinn hófst með stuttri kynningu á starfsemi NS.
 
1. mál: Stjórnin skipti með sé verkum. Formaður Rut Haraldsdóttir, varaformaður Halla Svavarsdóttir, ritari Jóhanna Njálsdóttir.
 
2. mál: Húsnæðismál NS. Ingvar Atli gerði grein fyrir fyrirhuguðum flutningi á starfseminni að Ægisgötu 2, en fyrirhugað er að gera það husnæði upp og NS leigi hluta húsnæðisins af Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
 
3. mál: Ársþing Samtaka Náttúrustofa sem haldið verður í Eyjum 12-13. okt. Ingvar Atli gerði grein fyrir fyrirhugðu ársþingi og dagskrá því tengdu.
 
4. mál: Yfirlit yfir fjárhagsstöðu stofunnar. NS reikin skv. fjárhagsáætlun og gengur það vel eftir það sem af er ári.
 
5. mál: Önnur mál.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
 
Rut Haraldsdóttir
 
Halla Svavarsdóttir
 
Jóhanna Njálsdóttir
 
Kristján Egilsson
 
Anton Örn Eggertsson
 
Ingvar A. Sigurðsson
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159