31.08.2010

Fræðslu- og menningarráð -

 
Fræðslu- og menningarráð - 224. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
þriðjudaginn 31. ágúst 2010 og hófst hann kl. 15:00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Elliði Vignisson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Helga Tryggvadóttir.
 
Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi
 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Alda Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15.25 og Helena Jónsdóttir vék af fundi  kl. 16.25. Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Helga Tryggvadóttir viku af fundi kl. 16.35
 
Dagskrá:
 
1.
201008012 - Breyting á reglugerð um Tónlistaskóla Vestmannaeyja
Fræðslu- og menningarráð hefur yfirfarið drögð að reglugerð um Tónlistaskóla Vestmannaeyja og samþykkir þau fyrir sitt leyti. Drögunum er vísað til umsagnar kennarafundar Tónlistaskólans.
 
2.
201005053 - Starfsmannamál leikskóla
Skólastjórar leikskólanna greindu  frá stöðu starfsmannamála í leikskólunum.
Í Sóla eru 84 nemendur á aldrinum 18 mánaða til  fjögurra ára. 32 starfsmenn  í 23,5 stöðugildum. Leikskólakennarar eru 13 og leiðbeinendur 15 og auk þess 2,3 stöðugildi í eldhúsi sem sinnir einnig matreiðslu fyrir Kirkjugerði.Í  Kirkjugerði eru alls 120 börn. Starfsmenn eru 37 í 28,06 stöðugildum.
 
Fræðslu- og menningarráð þakka kynninguna og leggur þunga áherslu á að áfram verði aðhalds gætt í starfsmannamálum leikskóla eins og annarstaðar. Einungis þannig verður hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum.
 
 
 
 
3.
201007118 - Frístundaver heilsdagsvistun
Dagatal Frístundavers 2010-2011 lagt fram til kynningar.
Fræðslu- og menningarráð þakka kynninguna. Ráðið vill einnig nota þetta tækifæra til að færa stjórnendum, starfsfólki og foreldrum barna í frístundaverinu þakkir fyrir það uppbyggingarstarf sem þar hefur verið unnið á seinustu árum.  
 
4.
201008050 - Starfsrit Grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2010-2011
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir starfsriti  Grunnskóla Vestmannaeyja.
Fræðslu- og menningarráð þakkar starfsmönnum fyrir vinnu að gerð starfsriti Grunnskóla Vestmannaeyja. Eins og þar kemur fram stunda nú 581 nemandi nám við GRV í 30 bekkjadeildum.  Meðalfjöldi í bekk eru um 19.  Við skólann starfa nú einn skólastjóri, tveir aðstoðarskólastjórar, 3 deildastjórar og 7 fagstjórar.  Kennarar eru alls 66 og heildarfjöldi starfsmanna eru 113.  
Ráðið telur mönnun skólans vera í góðum takti við stærð hans og gerð. Engu að síður telur ráðið mikilvægt að stjórnendur leiti á öllum tímum leiða til að aðlaga starfsrit að breytilegum körfum mennta-og uppeldisstofnunar sem sinnir starfi í samfélagi sem er í mikilli og örri þróun.
 
5.
200706210 - Starfsmannamál Grunnskóla Vestmannaeyja
Staða í starfsmannamálum GRV kynnt.
Fræðslu- og menningarráð þakka kynninguna og leggur þunga áherslu á að áfram verði aðhalds gætt í starfsmannamálum grunnskóla eins og annarstaðar. Ráðið bendir jafnframt á að í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár bætti bæjarstjórn sérstökum lið undir heitinu "Gæðaefling í grunnskólastarfi" og varði til hans 6 milljónum.  Eins og öllum má ljóst vera er þar ekki um rekstrarfé að ræða heldur sérstaka úthlutun til átaksverkefnis fram að áramótum.  Mikilvægt er að slíkt sé haft í huga í starfsmannamálum og öðru starfi skólans.
 
6.
201008048 - Gæðaefling í grunnskólastarfi.
Gæðastarf í skóla. Skólastjóri GRV gerði grein fyrir notkun á sérstökum lið sem settur var inn í rekstrarárið 2010.
Skólastjóri GRV gerði grein fyrri mati á skólastarfi GRV með tilliti til gæðastarfs sem fram fer í skólanum og var styrkt með sérstakri fjárveitingu að upphæð 6 milljónir við gerð seinustu fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar.
Ráðið þakkar kynninguna og telur að mikið og metnaðarfullt starf sé nú unnið í gæðaeflingu GRV. Væntingar ráðsins til þessa starfs eru miklar.  Eftir sem áður ítrekar ráðið það sem þegar er fram komið í lið 4 þessarar fundargerðar.
 
 
7.
200703025 - Mat á skólastarfi
Skólastjóri GRV gerði grein fyrir mati á skólastarfi GRV með tilliti til gæðastarfs sem fram fer í skólanum.
 
Ráðið þakkar kynninguna og ítrekar mikilvægi þess að gæðastarfið verði aðgerðarbundið og gert mælanlegt. Þá telur ráðið það afar brýnt að öllum mælingum sem unnar eru á skólastarfi sé fylgt eftir með rýnivinnu og aðgerðum til að bæta árangur nemenda og skólastarfsins almennt.
 
8.
200708045 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Upplýsingar um stöðu mála.
Ráðið þakkar upplýsingarnar.
 
9.
200706213 - Fundargerð trúnaðarmála lögð fyrir fræðslu- og menningarráð
Þrjú mál lögð fyrir.
Trúnaðarmál færð inn í sérstaka trúnaðarmálabók.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.50
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159