15.07.2010

Fræðslu- og menningarráð -

 
 
 
Fræðslu- og menningarráð - 223. fundur
 
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
fimmtudaginn 15. júlí 2010 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Trausti Hjaltason, Elliði Vignisson, Jón Pétursson.
 
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
 
Nýkjörin formaður ráðsins Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bauð fundarmenn velkomna til starfa og setti fund. Í framhaldi tilkynnti hún í fundarbyrjun að hún óskaði eftir launalausu orlofi út árið 2010 vegna barnseigna. Erindi þar að lútandi hefur hún þegar sent á bæjarstjórn. Í fjarveru Hildar Sólveigar gegnir varamaður hennar Elliði Vignisson stöðu formanns.
 
Dagskrá:
 
1. 200705093 - Skóladagatal Grunnskóla Vestmannaeyja.
Skóladagatal Grunnskóla Vestmannaeyja 2010-2011.
Skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja leggur fram tillögur að skóladagatali fyrir skólaárið 2010-2011. Ráðið samþykkir tillögu skólastjóra. Jafnframt beinir ráðið þeim tilmælum til starfsmanna sinna að allra leiða verði leitað til að samræma skóladagatal leik- og grunnskóla. Enn fremur verði kannaðir möguleikar á samræmingu við skóladagatal Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Þá telur ráðið mikilvægt að skóladagatöl myndi samfellu við aðra þætti og viðburði í Vestmannaeyjum svo sem "Nótt safnanna" o.fl.
 
 
2. 201005042 - Daggæsla í heimahúsum 2009. Skýrsla.
Lögð fram ársskýrsla um daggæslu í heimahúsum 2009.
Fram kemur í skýrslu að alls voru sjö dagforeldrar starfandi í upphafi ársins 2009. Flest voru börn í daggæslu í heimahúsi 43 á mánuði og fæst 11. Vestmannaeyjabær greiddi rúmar sex milljónir í mismunagreiðslur með alls 62 börnum í 1 - 9 mánuði. Könnun sem Vestmannaeyjabær gerði á þjónustu dagforeldra sýndi almenna ánægju forráðamanna með þjónustu dagforeldra. Fræðslu- og menningarráð þakka fyrir skýrsluna.
 
 
3. 201005047 - Bréf frá foreldrum varðandi fækkun bekkjardeilda
Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir bréfi foreldra til skólastjóra vegna ákvörðunar um að sameina bekki.
Fræðslu- og menningarráð þakkar framkvæmdastjóra fyrir greinargerðina. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að erindum sé svarað formlega og innan tilskilinna tímamarka. Ráðið ítrekar það sem fram kemur í innsendu bréfi um að fækkun bekkjardeilda í 8. bekk er tekin af skólastjórnendum. Ráðið hefur áður rætt tilheyrandi tillögur og telur ekki ástæðu til að setja sig gegn ákvörðun skólastjórnenda enda byggir hún á faglegum- og fjárhagslegum forsendum.
 
 
4. 200702012 - Skólamáltíðir í Grunnskóla Vestmannaeyja
Fyrirkomulag skólamáltíða veturinn 2010-2011
Fræðslu- og menningarráð samþykkir að samningur við Einsa Kalda varðandi skólamáltíðir verði endurnýjaður enda almenn ánægja með þjónustu frá honum. Endurnýjaður samningur gerir ráð fyrir óbreytt gjald fyrir börn í 1. til 6. bekk en að gjald fyrir máltíð barna í 7. til 10. bekk verði hækkað um 30 krónur. Einnig er gert ráð fyrir því að verðið til Einsa Kalda verði tengt við neysluvísitölu og endurskoðað einu sinni á ári. Samkvæmt þessu mun kostnaður foreldra vegna máltíða barna í 1. til 6. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja vera sem fyrr 360 kr en til barna í 7. til 10. bekk 390 kr. Rétt er að taka fram að Vestmannaeyjabær greiðir hverja máltíð niður um 23 - 25%.
 
 
5. 201006035 - Umsókn um styrk fyrir haustþing KV
Kennarafélag Vestmannaeyja sækir um styrk vegna haustþings Kennarafélags Vestmannaeyja haustið 2010.
Fræðslu- og menningarráð hafnar erindinu en felur fræðslufulltrúa að ræða við bréfritara um aðkomu Vestmannaeyjabæjar.
 
 
6. 201006011 - Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál lagt fyrir ráðið.
Afgreiðsla erindis er trúnaðarmál.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159