21.05.2010

221. fundur fræðslu- og

 
221. fundur
fræðslu- og menningarráðs
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
föstudaginn 21. maí 2010 og hófst hann kl. 16.00
 
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Gunnar Friðfinnsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir,
 
Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 
 
 
Dagskrá:
 
1.
201004049 - Goslokahátíð 2010
Ráðið ræddi undirbúning og framkvæmd komandi goslokahátíðar. Ráðið leggur ríka áherslu á að á goslokahátíð verði fjölbreytt frá ári til árs, nýjar hugmyndir  fái tækifæri og fjölbreytni  verði höfð í fyrirrúmi. Menningafulltrúa Vestmannaeyjabæjar er falið að ræða við aðila til að koma að hugmyndavinnu við undirbúning á goslokahátíðinni.
 
2.
200909003 - Sýning á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts
Menningarfulltrúi kynnti fyrirhugaða sýningu á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts.
Ráðið fagnar opnun sýningarinnar í Vestmannaeyjum en hún hefur þegar verið sett upp í Reykjavík. Fyrirhugað er að sýning á verkum Högnu verði opnuð á goslokahátíðinni og verði opin fram eftir sumri í anddyri safnahúss. Sýningin hlaut styrk frá Menningaráði Suðurlands sem kemur að góðum notum.
 
3.
201005060 - Breyting á anddyri Safnahúss
Erindi frá forstöðumanni bókasafnsins dags. 19. maí 2010 um nýtingu á anddyri safnahúss sem sýningasals.
Ráðið hefur móttekið erindi forstöðumanns bókasafns um notkun á anddyri byggðasafnsins. Nú er unnið að gagngerum endurbótum á safnahúsinu og starfshópur um Sagnheima að störfum sem vinnur að hugmyndavinnu vegna þess. Erindi þetta þarf að fara í réttan feril innan stjórnsýslunnar og vísar ráðið því til starfshóps um Sagnheima og óskar ráðið eftir því að hópurinn taki hugmyndir forstöðumanns til skoðunar.
 
Ráðið vísar erindinu til starfshóps um Sagnheima og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að fara yfir verkferla með forstöðumanni.
 
4.
201005061 - Staða fjárhagsáætlunar 2010-málaflokkur menningarmála.
Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir rekstrarstöðu málaflokks menningarmála.
Framkvæmdastjóri lagði fram rekstrarstöðu málaflokks menningarmála fyrstu þrjá mánuði ársins ásamt samanburði áranna 2005 - 2009. Fræðslu- og menningarráð  þakkar fyrir greinargerðina og leggur ríka áherslu á að ekki verði farið framúr heildarfjárheimildum heldur reynt að mæta framúrkeyrslum með tilflutningi milli liða.
 
5.
201005050 - Umsókn um styrk - Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Ráðið felur menningarfulltrúa að kynna sér málið og ræða við bréfritara.
 
6.
201005070 - Styrkumsókn vegna ferðar ungleiðtoga Æskulýðsfélags Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum á Ung Uge 17-24. júlí n.k.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:27
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159