16.04.2010

1004. fundur Almannavarnanefndar haldinn í fundarherbergi

 
 
1004. fundur
Almannavarnanefndar
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
föstudaginn 16. apríl 2010 og hófst hann kl. 13:15
 
 
Fundinn sátu:
Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Þór Snorrason, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson, Eiríkur Þorsteinsson
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201004052 - Viðbrögð vegna búfénaðar vegna eldgoss í Eyjafjallajökli
Farið yfir viðbrögð vegna búfénaðar og verndun þeirra. Rætt við héraðsdýralækni sem sagði að nauðsynlegt væri að fylgjast vel með öskufalli og haga viðbúnaði skv. magni. Ekki væri ástæða til að fara í miklar aðgerðir ef öskufall er lítið.
 
 
2. 201004054 - Varnir fólks vegna eldgoss í Eyjafjallajökli
Grímur og gleraugu hafa borist til Vestmannaeyja. Ákveðið að dreifa grímum og mun Björgunarfélag Vestmannaeyja sjá um dreifingu. Einnig verða grímur á Lögreglustöð og Heilsugæslustöð. Ástæða er til að benda fólki á að huga að loftræstikerfum húsa og stofnana.
 
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159