15.04.2010

1003. fundur Almannavarnanefndar haldinn í

 
1003. fundur
 
Almannavarnanefndar
haldinn í stjórnstöð Almannavarnanefndar við Faxastíg,
miðvikudaginn 14. apríl 2010 og hófst hann kl. 13:15
 
 
Fundinn sátu:
Karl Gauti Hjaltason, Elliði Vignisson, Ólafur Þór Snorrason, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Adolf Hafsteinn Þórsson, Sigurður Þórir Jónsson,
 
Fundargerð ritaði: Ólafur þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
Ívar Atlason tæknifræðingur hjá HS veitum hf. sat fundinn.
 
Dagskrá:
 
1. 201004045 - Eldgos í Eyjafjallajökli
Karl Gauti Hjaltason formaður fór yfir stöðu eldgossins og framrás vatns. Engin hætta er á flóðbylgju í Vestmannaeyjum. Lítil hætta er talin á jakahlaupi sem minnkar áhættu á skemmdum á vatnsleiðslu. Ívar Atlason tæknifræðingur fór yfir viðbragðsáætlun HS veitna vegna vatns- og rafveitu.
 
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159