23.03.2010

1002. fundur Almannavarnanefndar haldinn í fundarherbergi

 
 
1002. fundur
Almannavarnanefndar
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
þriðjudaginn 23. mars 2010 og hófst hann kl. 14:00
 
 
Fundinn sátu:
Karl Gauti Hjaltason, Elliði Vignisson, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Adolf Hafsteinn Þórsson, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson,
 
Fundargerð ritaði: Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201003105 - Viðbrögð og viðbúnaður vegna eldgoss á Fimmvörðuhálsi
Ívar Atlason frá HS veitum skýrði viðbúnað HS veitna. Sagði hann vatnið mælt 2svar á dag hér í Eyjum og 3svar á dag uppi á landi. Mælt væri PH-gildi þess, leiðni og hitastig. Sagði hann PH gildi yfirleitt vera á bilinu 8-9 sem væri mjög gott. Í janúar s.l. hafi gildið lækkað niður í 5,5 sem væri í súrara lagi. Að undanförnu hefði vatnið mælst á bilinu 8,2 til 9,7 og væri því enga óeðlilega breytingu að finna í vatninu hér í Eyjum í tengslum við eldgosið.
Varðandi hugsanlegan vatnsskort eru uppi hugmyndir um að ná í vatn í álunum sem væru ca. 5-6 km frá ströndinni við Bakkafjöru.
Þá var rætt um varaafl rafmagns. Ívar sagði vera nægilegt varaafl fyrir venjulega notkun í bænum, en bæta yrði við afli ef halda ætti uppi fullri vinnslu í stöðvunum.
Rætt um hugsanlegt öskufall og viðbrögð við því.
Rætt um möguleika á að tengja rafmagn úr Herjólfi í land svo unnt sé að nota landgöngubrýrnar og jafnvel til notkunar í bænum í neyð. Samþykkt að kanna þetta mál.
 
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159