05.03.2010

Fundur Almannavarnanefndar haldinn í stjórnstöð Almannavarna

 
 
Fundur
Almannavarnanefndar
haldinn í stjórnstöð Almannavarna við Faxastíg,
föstudaginn 5. mars 2010 og hófst hann kl. 14:00
 
 
Fundinn sátu:
Elliði Vignisson, Ólafur Þór Snorrason, Ragnar Þór Baldvinsson, Karl Björnsson, Adolf Hafsteinn Þórsson, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson, Ívar Atlason frá HS veitum hf.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201003020 - Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli 2010
Farið var yfir stöðuna varðandi skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Farið yfir hverjar hætturnar eru fyrir Vestmannaeyjar. Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum hf. fór yfir stöðuna á vatnsbóli við Stóu Mörk og hverjar afleiðingar gætu orðið við skjálfta og hugsanlegt eldgos. Ívar fór yfir hugsanlegar aðgerðir í framhaldi af hugsanlegum skaða í vatnsbólum.
Samþykkt að lýsa yfir áhyggjum af vatnsforða Vestmannaeyja og senda erindi þar að lútandi til HS veitna hf.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:40
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159