05.02.2009

Árið 2009, fimmtudaginn 5.febrúar

 

Árið 2009, fimmtudaginn 5.febrúar kl. 13.00, haldinn fundur í Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í stjórnstöð Almannavarna við Faxastíg 38.

 

Mættir voru: Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri , Adólf Þórsson Björgunarfélag Vestmannaeyja, Sigurður Þ. Jónsson Björgunarfélag Vestmannaeyja, Ragnar Þ Baldvinsson Slökkviliði Vestmannaeyja, Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn, Karl Björnsson Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og Ólafur Þ Snorrason Vestmannaeyjabæ.

 

Fundargerð ritaði: Ólafur Þ Snorrason

 

1.mál. Herjólfur.
Kynnt var bréf Almannavarnarnefndar Vestmannaeyja (ALVE) til Siglingastofnunar dags. 6 janúar 2009 þar sem spurst var fyrir um ástand og öryggi Herjóls vegna nýlegra vélarbilana og skemmda á veltiugga. Svar barst frá Siglingastofnun 26. janúar sl. þar sem fram kemur að stofnunin setti sig í samband við Det Norske Veritas (DNV), sem sér að mestu um skoðanir skipsins. Í bréfinu kemur fram að eftir að hafa rætt við yfirvélstjóra og DNV sér stofnunin ekki ástæðu til að skoða málið frekar og engar upplýsingar liggi fyrir sem gefi tilefni til að ætla að öryggi skipsins sé ábótavant og allar lögbundnar skoðanir og skírteini skipsins séu í gildi.

 

2. mál. Áhættuskoðun fyrir Vestmannaeyjar.

Kynntar voru niðurstöður áhættuskoðunar fyrir Vestmannaeyjar sem sent var Ríkislögreglustjóra í desember sl. Samþykkt var að fara fram á ítarlegt hættumat vegna elgoss í og við Vestmannaeyjar og vegna ferjusiglinga til og frá Vestmannaeyjum.

 

 

3. mál. Fjarskiptasamband við Samhæfingarstöði í Skógarhlíð.

Rætt um breytingar á fjarskiptasambandi við SST. VHF kerfið hefur lagt niður og þar með vikulegar prófanir. Ákveðið að eingöngu verði notast við TETRA fjarskipti og samþykkt að taka þátt í mánaðarlegum prófunum SST. Ákveðið að setja saman lista yfir TETRA stöðvar í umsjón viðbragðsaðila.

 

 

4. mál. Önnur mál.

Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja telur nauðsynlegt að komið sé upp varaaflstöð fyrir stjórnstöð Almannavarna. Rætt um varaafl fyrir slökkvistöð, lögreglustöð og Þjónustumiðstöð. Einnig rætt almenn um varafl í Vestmannaeyjum. Rætt um lokaskýrslu vegna flugslysaæfingar sem haldin var í Vestmannaeyjum 24-27.apríl 2008.


 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.10

 

Fundargerð samþykkt:
Karl Gauti Hjaltason (sign)
Ólafur Þór Snorrason (sign)
Ragnar Þór Baldvinsson (sign)
Sigurður Þ Jónsson (sign)
Karl Björnsson (sign)
Adolf Þórsson (sign) (sign)
Jóhannes Ólafsson. (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159