10.09.2008

Náttúrustofa Suðurlands - Stjórnarfundur

 

Náttúrustofa Suðurlands - Stjórnarfundur haldinn 10. september 2008 kl. 17:15.
Mættir voru: Ólafur Lárusson, Ingvar A. Sigurðsson, forstöðumaður, Rut Haraldsdóttir.

 

1. Mál: Farið var yfir fjárhagsáætlun. Ingvar gerði grein fyrir innkomu styrkja og rekstri strofunnar það sem af er ári.


2. Mál: Staða verkefna: Ingvar gerði grein fyrir verkefnum sumarsins; hann skýrði frá ferð í Ingólfshöfða vegna rannsókna á varpi lundans þar. Ástandið þar reyndist vera miklu betra en hér á lundanum. Ingvar fór í rannsóknarleiðangur í Morsárdal með Náttúrustofu Norðurlands Vestra.


3. Mál: Ingvar gerði grein fyriri dagskrá Náttúrustofuþings sem verður í Stykkishólmi dagana 25. - 26. sept. Ingvar mun fara auk þess sem Erpur Snær Hansen mun vera með erindi á þinginu um vöktun íslenskra sjófuglastofna: lundinn í Vestmannaeyjum.


3.4. Mál: Gerð grein fyrir úttekt á starfsemi Náttúrustofa af Ingibjörgu Þórhallsdóttur. Skýrslan verður gerð endanleg síðar


3.5. Mál: Önnur mál.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00
Ólafur Lárusson
Rut Haraldsdóttir
Ingvar A. Sigurðsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159