02.06.2008

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands 2. júní 2008 kl. 18.00.

Mættir eru: Ólafur Lárusson, Kristján Egilsson, Ingvar A. Sigurðsson og Örn Hilmisson.

1. mál. Stofnanasamningur.

Stjórnin ræddi stofnanasamning Náttúrustofu Suðurlands og Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skv. ákvæðum Kjarasamnings FÍN og Náttúrustofu Suðurlands, dags. 31. maí 2008. Síðan ræddi stjórnin Samkomulag Náttúrustofu Suðurlands og Félags íslenskra náttúrufræðingar (FÍN) um laun námsmanna í raungreinum og bráðabirgða ákvæði vegna gildistöku samnings Náttúrustofu Suðurlands og FÍN.

Stjórnin fyrir sitt leyti samþykkir ofangreint.

2. mál. Húsnæðismál.

Ingvar gerði grein fyrir uppgjöri milli Samstarfsnefndar HÍ og Vestmannaeyjabæjar og Náttúrustofu Suðurlands.

3. mál. Önnur mál.

Ingvar gerði grein fyrir ráðningu sumarstarfsmanna.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159