21.05.2008

21. fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

21. fundur

fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 21. maí 2008 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Hafdís Sigurðardóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Fríða Hrönn Halldórsdóttir,

Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

Jarl Sigurgeirsson yfirgaf fundinn eftir 3. mál.

Dagskrá:

1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð
Eitt barnaverndarmál


Fundargerð barnarverndarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð
Nokkur trúnaðarmál


Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók

3. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra
Fjölskylduráð leggur til að staða deildarstjóra málefna fatlaðra verði lögð niður og verkefni hans færð til framkvæmdastjóra og starfsmanna sviðsins. Ákvörðun þessi er tekin með tilliti til markmiða þjónustusamningsins en þar er rík áhersla lögð á samþættingu málefna fatlaðra við aðra félagslega starfsemi hjá sveitarfélaginu.


Fjölskylduráð samþykkir að starf deildarstjóra málefna fatlaðra verði lagt niður og störf færð yfir á framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn sviðsins. Ákvörðun þessi er tekin með tilliti til markmiða þjónustusamningsins en þar er rík áhersla lögð á samþættingu málefna fatlaðra við aðra félagslega starfsemi hjá sveitarfélaginu.

4. 200702081 - Þvottur á Hraunbúðum

Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra öldrunarmála er óánægja meðal heimilismanna og starfsmanna Hraunbúða með fyrirkomulag á þvotti á fatnaði. Framkvæmdastjóra sviðsins verður falið að finna lausn á málinu.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159