07.05.2008

20. fundurfjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn

 

20. fundur

fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 7. maí 2008 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu: Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Rúnar Þór Karlsson, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Fríða Hrönn Halldórsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir.

Dagskrá:

1. 200802064 - Sískráning barnaverndarmála 2008

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í apríl 2008. Í apríl bárust 21 tilkynning vegna 19 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 6, vegna ofbeldis 0 og vegna áhættuhegðunar barns 14 talsins.

2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð
Nokkur kvarðamál auk annarra trúnaðarmála.


Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

3. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð
Nokkur barnaverndarmál


Fundargerð barnaverndar er trúnaðarmál og færð í sérstaka barnaverndarbók.

4. 200801118 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Fjölskylduráð samþykkir stefnu og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar í Vestmannaeyjum 2008-2010.

5. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra

Lagðar fram tvær tillögur vegna málefna fatlaðra.
1. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að fara yfir framtíðarrekstur og starfsemi Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar. Fjölskylduráð samþykkir að skipa Rut Haraldsdóttur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Jón Pétursson framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og Ólaf Snorrason framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í hópinn.
2. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að skipaður verði fimm manna starfshópur til að fara yfir framtíðaráherslur í þjónustu við fatlaða í Eyjum. Áhersla verður lögð á að forráðamenn fatlaðra barna komi að starfi hópsins. Fjölskylduráð samþykkir að hópinn skipi Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Jóhanna Hauksdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi auk tveggja foreldra sem hópurinn fær til liðs við sig.

Mikilvægt er að starfshóparnir komi með niðurstöður fyrir fund fjölskylduráðs fyrir 1. ágúst 2008.

6. 200706056 - Fjölskylduhelgi fjölskyldu- og fræðslusviðs

Fjölskylduhelgin verður haldin í fjórða sinn um hvítasunnuhelgina, 10. - 12. maí.
Fyrir liggur skemmtileg og metnaðarfull dagskrá. Fjölskylduráð hvetur alla til að taka þátt.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.45

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Sigurhanna Friðþórsdóttir (sign)

Rúnar Þór Karlsson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159