06.05.2008

Fundur í stjórn Náttúrustofu

 

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands

Þriðjudaginn 6. maí 2008 kl. 16.00

Mættir eru: Ingvar A. Sigurðsson, Kristján Egilsson og Ólafur Lárusson.

1.mál: Húsnæðismál rædd

Stjórnin felur forstöðumanni að rita bæjarráði bréf þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi til Náttúrustofu sem nemur grunnleigu til Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

2.mál: Lögð fram ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands fyrir árin 2006 og 2007.

3.mál: Ársreikningar Náttúrustofu Suðurlands lagðir fram

Þar kemur fram að tap var kr. 78.380. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að tap yrði

kr. 3.471.000. Skýringar á þessu eru að reikningar fluttust á milli ára og starfsmaður var ekki ráðinn í lundaverkefni fyrr en 11. júní 2007.

4.mál: Styrkir sem koma til Náttúrustofu Suðurlands á árinu 2008

Rannís: Rannsóknir á lunda og sandsíli: Náttúrustofan, HÍ, Hafró o.fl kr. 5.750.000 og kr. 2.500.000 næstu tvö árin. Sami hópur fékk tvo tækjasjóðsstyrki, annar fer í gegnum HÍ en hinn, 444.000, kemur til Náttúrustofunnar. Tveir styrkir úr Rannsóknarnámssjóðnum, lundaparið Hálfdán og Elínborg kr. 130.000 á mánuði í tvo mánuði fyrir hvort þeirra. Loks fékkst styrkur frá Ferðamálastofu til að byggja fuglaskoðunarhús í Raufinni í Stórhöfða kr. 1.500.000.

5.mál: Sumarstarfsmenn

Hálfdán Helgason verður ráðinn í 4 mánuði, Elínborg Pálsdóttir í 3 mánuði og Auðunn Herjólfsson verður í 50% hjá Náttúrustofu Suðurlands og 50% hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Loks verður franskur sjálfboðaliði í tvo mánuði við störf.

6.mál: Lögð fram rekstraráætlun að viðbættum styrkjum

7.mál: Önnur mál

Breytingar á stjórn Náttúrustofu Suðurlands. Sigurhanna Friðþórsdóttir óskaði eftir því að Kristján Egilsson tæki sæti aðalmanns í sinn stað og að hún yrði varamaður hans. Þessar breytingar áttu sér stað frá og með apríl 2007.

Fleira var ekki gert og fundi slitið 17.15

Ólafur Lárusson (sign)

Kristján Egilsson (sign)

Ingvar A. Sigurðsson (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159