22.04.2008

Árið 2008, þriðjudaginn 22.apríl

 

 

Árið 2008, þriðjudaginn 22.apríl kl. 15.00, haldinn fundur í Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í stjórnstöð Almannavarna við Faxastíg 38.

Mættir voru: Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri, Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn, Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri, Adólf Þórsson Björgunarfélag Vestmannaeyja, Sigurður Þ. Jónsson Björgunarfélag Vestmannaeyja, Hjalti Kristjánsson Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Ólafur Snorrason Vestmannaeyjabæ.

Fundargerð ritaði: Karl Gauti Hjaltason

1.mál. Samþykkt að kaupa tetra stöð sem staðsett verður í aðgerðarstöð.

2. mál. Flugslysaæfing næstu helgi.
Ólafur upplýsti að húsnæði barnaskólans standi opið fyrir fundi og námskeið í tengslum við æfinguna.

Rætt um skipun í stöður á æfingunni.

Ákveðið að aðgerðarstjórn verði staðsett í stóra salnum í stjórnstöð.

Í aðgerðarstjórn verða: Karl Gauti Hjaltason, Sigurður Þ. Jónsson, Ragnar Baldvinsson, Jóhannes Ólafsson, Elliði Vignisson, Gunnar Gunnarsson og Ingi Tómas Björnsson.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.40

Fundargerð samþykkt:
Karl Gauti Hjaltason. (sign)
Ragnar Þór Baldvinsson (sign)
Hjalti Kristjánsson (sign)
Jóhannes Ólafsson. (sign)
Adólf Þórisson (sign)
Sigurður Þ. Jónsson (sign)
Ólafur Snorrason (sign)

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159