09.04.2008

19. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

19. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 9. apríl 2008 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

Dagskrá:

1. 200802064 - Sískráning barnaverndarmála 2008

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í febrúar bárust tilkynningar vegna 9 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 2, vegna ofbeldis 2 og vegna áhættuhegðunar barns 5 talsins. Í mars bárust 36 tilkynningar vegna 28 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 3, vegna ofbeldis 0 og vegna áhættuhegðunar barns 33 talsins.
Af þessum 36 tilkynningum eru 28 vegna veru barna á vínveitingastöðum. Fjölskylduráð telur slíkt ástand með öllu ólíðandi og beinir því til veitingahúsaeigenda, foreldra og yfirvalda að fylgja eftir lögum.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarbók.

4. 200801118 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Framkvæmdaáætlun í barnavernd lögð fram.

5. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu mála og hugmyndum að breytingum innan málaflokks fatlaðra.

6. 200803016 - Sumarúrræði fyrir börn með sérþarfir 2008

Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu um að boðið verði upp á sumarúrræði fyrir fötluð börn á Búhamri í ca. 6 vikur frá 9. júní. Um er að ræða sértækt úrræði fyrir um 10 börn sem eru í brýnni þörf í sumar. Fjölskylduráð samþykkir.

7. 200804007 - Endurhæfingarúrræði fyrir öryrkja og geðfatlaða

Framkvæmdastjóri kynnir hugmyndir að endurhæfingarúrræðum fyrir öryrkja og geðfatlaða.

8. 200703105 - Starfsmannahald félagsþjónustunnar

Fjölskyldu- og fræðslusvið hefur ítrekað auglýst eftir félagsráðgjafa án árangurs. Fyrir liggur umsókn frá Fríðu Hrönn Halldórsdóttur grunnskólakennara kt. 170280-3939 og verður hún ráðin sem ráðgjafi frá byrjun maímánaðar. Hún mun m.a. leysa Sólrúnu Gunnarsdóttur félagsráðgjafa af í barnsburðarleyfi. Að auki hefur borist umsókn um starf ams-ráðgjafa sem auglýst var fyrr í vetur. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir verðandi iðjuþjálfi, kt. 190584-2919 verður ráðin í það starf, auk annarra starfa innan sviðsins.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19:50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159