13.03.2008

Almannavarnanefnd Árið 2008, fimmtudaginn

 

Almannavarnanefnd

Árið 2008, fimmtudaginn 13. mars Kl. 15.00, haldinn fundur í Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í stjórnstöð Almannavarna við Faxastíg 38.

Mættir voru: Frosti Gíslason (Vestmannaeyjabæ), Ragnar Þór Baldvinsson (Slökkviliði Vestmannaeyja) Karl Gauti Hjaltason (sýslumaður), Jóhann Ólafsson (Lögreglan), Adólf Þórsson (Björgunarfélag Vestmannaeyja), Sigurður Þ. Jónsson (Björgunarfélag Vestmannaeyja)

1.mál. Flugslysaæfing haldin í Vestmannaeyjum 24-27 apríl n.k.
Rætt um undirbúning æfingarinnar. Þátttakendur greiði hver sinn kostnað sjálfir en ljóst að kostnaður mun falla á nefndina.
Þátttakendur í æfingunni verða auk almannavarnarnefndarinnar slökkvilið, lögregla, Almammavarnardeild ríkislögreglustjóra, björgunarfélagið, Rauði krossinn, heilsugæsla og læknar og Flugstoðir.
Rætt um fjarskiptamál á æfingunni og ákveðið að þátttakendur notuðu Tetra fjarskipti á æfingunni.

2. mál. Rætt um fannfergið í Vestmannaeyjabæ, sunnudaginn 2. mars sl.

3. mál. Auglýsing í upplýsingariti.
Almannavarnarnefnd mun ekki auglýsa í ritinu í næstu útgáfu þar sem þessar upplýsingar má núorðið nálgast víða annarstaðar.

4. mál. Önnur mál.
Rætt um námsleið á sviði björgunar og skipan hjálparliðs.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.20

Fundargerð samþykkt:
Frosti Gíslason.
Ragnar Þór Baldvinsson.
Karl Gauti Hjaltason.
Adólf Þórsson.
Jóhann Ólafsson.

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159