05.03.2008

18. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

18. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 5. mars 2008 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Dagskrá:

1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarbók.

2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200802116 - Reykingabann í stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Frá 1. febrúar 2008 hefur verið skerpt á banni við reykingum á Hraunbúðum, bæði innanhúss og á lóð heimilisins. Með þessu er verið að fylgja eftir reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á tóbaksreykingum frá 12. apríl 2007. Fjölskylduráð fagnar framtaki Hraunbúða og beinir því jafnframt til annarra stofnana í bænum að fylgja eftir umræddri reglugerð. Sérstaklega á þetta við um staði sem ætlaðir eru börnum og unglingum.

4. 200801253 - Vistunarmat - landlæknir

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þróun breytinga á vistunarmati.

5. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu máls.

6. 200803016 - Sumarúrræði fyrir börn með sérþarfir 2008

Greinargerð vegna þarfar á sumarúrræðum fyrir börn með sérþarfir.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159