13.02.2008

17. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

17. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 13. febrúar 2008 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála
Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í janúar.


Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í janúar bárust tilkynningar vegna 24 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 9, vegna ofbeldis 4 og vegna áhættuhegðunar barns 11 talsins.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarbók.

4. 200802006 - Samstarf Vestmannaeyjabæjar, Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Landakirkju vegna stöðu djákna.

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir samstarfi Vestmannaeyjabæjar, Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Landakirkju vegna stöðu djákna. Djákninn verður starfsmaður Landakirkju og mun Fjölskyldu- og fræðslusvið taka þátt í kostnaði ásamt Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Fjölskyldu- og fræðslusvið leggur áherslu á að þjónusta djákna sé í meginatriðum hugsuð fyrir aldraða, börn, fatlaða og innflytjendur. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.
Fjölskylduráð samþykkir samstarfið fyrir sitt leyti enda rúmast kostnaður innan fjárhagsáætlunar.

5. 200703099 - Þjónustuhópur aldraðra

Lögð fram fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 30. jan. sl. Ráðinu kynntur væntanlegur spurningalisti fyrir aldraða varðandi húsnæðismál og heimaþjónustu.

6. 200801253 - Vistunarmat - landlæknir

Framkvæmdastjóri kynnti breytingar sem orðið hafa á vistunarmati í hjúkrunarrými.

7. 200702081 - Þvottur á Hraunbúðum

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir þvottamálum á Hraunbúðum.

8. 200711136 - Málefni fatlaðra - almennt efni

Yfirfélagsráðgjafi kynnir stofnun á þjónustuhópi barna með sérþarfir annars vegar og hins vegar þjónustuhópi eldri fatlaðra einstaklinga. Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir hugmyndum að breytingum innan málaflokks fatlaðra.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159