29.01.2008

16. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

16. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 29. janúar 2008 og hófst hann kl. 17.30

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson,

Fundargerð ritaði: Jón Pétursson,

Dagskrá:

1. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra
Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu mála og nýju tilboði ríkisins.


Fjölskylduráð áréttar nauðsyn þess að halda áfram samþættingu félagsþjónustu og málefna fatlaðra og viðhalda nærþjónustunni. Mikilvægt er að ráðast í gagngera endurskoðun og stefnumótun á málaflokknum. Fjölskylduráð mælir því með að fyrirliggjandi tilboð ríkisins fyrir árin 2007 og 2008 verði samþykkt.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159