22.01.2008

15. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

15. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 22. janúar 2008 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson og Guðrún Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í desember 2007 bárust 14 tilkynningar vegna 12 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 2, vegna ofbeldis 7 og vegna áhættuhegðunar barns 5 talsins. Yfirfélagsráðgjafi lagði einnig fram samantekt barnaverndartilkynninga vegna áranna 2005-2007.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarbók.

4. 200709089 - Reglur um fjárhagsaðstoð frá Vestmannaeyjabæ

Yfirlit um fjárhagsaðstoð síðasta árs sýnir að skjólstæðingum virðist fækka á milli áranna 2006 og 2007 en þeir sem fá fjárhagsaðstoð eru að fá hærri greiðslur. Ljóst er að hækka þarf grunnupphæð fjárhagsaðstoðar sem og að endurskoða þær reglur sem gilda um fjárhagsaðstoð Vestmannaeyjabæjar. Fjölskylduráð leggur til hækkun á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar um 7% ( breytist úr kr. 88.873.- í kr. 95.094.- fyrir einstakling og úr kr. 142.197.- í kr.152.150.- fyrir hjón). Einnig leggur ráðið til hækkun á viðmiðunarmörkum aðstoðar með barni skv. a. lið 15.gr úr kr. 10.000.- í kr. 12.000.-. Breytingarnar taka gildi 1. mars 2008. Að auki leggur ráðið til að skipaður verði vinnuhópur til að yfirfara reglur um fjárhagsaðstoð. Hópnum er gert að skila inn tillögum um breytingar fyrir 1. mars 2008. Hópinn skipa: Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Hafdís Sigurðardóttir og G. Ásta Halldórsdóttir.

5. 200703210 - Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar

Lögð er fram stefnumótun í félagslega íbúðakerfinu. Hún er samþykkt með þeirri breytingu að í stað "Teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur" komi "Skoðað verði hvort taka eigi upp sérstakar húsaleigubætur".

6. 200801118 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd
Umræða um framkvæmdaáætlun í barnavernd. Tengist máli nr. 2 frá 14. fundi fjölskylduráðs.


Skipaður verði starfshópur til að vinna að framkvæmdaáætlun í barnavernd. Hópinn skipi Jón Pétursson, G. Ásta Halldórsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir.

7. 200801120 - Málefni innflytjenda/nýbúa

Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar varðandi málefni innflytjenda og minnisblað frá Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa varðandi nýlega ráðstefnu um sama málefni.
Skipaður verði starfshópur til að kortleggja stöðu innflytjenda í Vestmannaeyjum og vinna að stefnumótun Vestmannaeyjabæjar í málefnum innflytjenda. Í hópnum sitji Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Björk Ólafsdóttir og Kristín Valtýsdóttir.

8. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu máls.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19:00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159