21.01.2008

Fundargerð 21. janúar 2008Fundur

 

Fundargerð 21. janúar 2008

Fundur mánudaginn 21. janúar 2008 kl. 17:15

Mættir eru: Ólafur Lárusson, Kristján Egilsson og Ingvar A. Sigurðsson.

1. mál.

Stofnaðild að Þekkingarsetri Vestmannaeyja: Ingvar gerði grein fyrir samþykktum Þekkingarseturs Vestmannaeyja: Stjórn samþykkti að gerast stofnaðili uppá 200.000 kr.

2. mál.

Ingvar gerði grein fyrir för hans og Ólafs Lárussonar til Umhverfisráðuneytisins fyrstu dagana í janúar þar sem gerð var grein fyrir vilja ráðuneytisins um endurnýjun á rekstrarsamningi Náttúrustofu Suðurlands. Ræðuneytið mun senda drög að nýjum samningi til bæjarstjóra.

3. mál.

Styrkir hafa fengist frá Rannís í rannsóknir á lundastofninum í samstarfi við HÍ og Hafró, Náttúrugripasafn Vestmannaeyja og Náttúrufræðistofnun Íslands.

4. mál.

Ingvar gerði grein fyrir efnagreiningu á berggleri frá Vestmannaeyjum og úr borholu HH08 sem fara mun fram í febrúar og mars.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Ólafur Lárusson

Kristján Egilsson

Ingvar A. Sigurðsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159