19.12.2007

14. fundur Fjölskylduráðs

 

14. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 19. desember 2007 og hófst hann kl. 15:15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í nóvember.


Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í nóvember bárust 17 tilkynningar vegna 14 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru engar, vegna ofbeldis 1 og vegna áhættuhegðunar barns 16 talsins.

2. 200712113 - Bréf frá félagsmálaráðuneytinu og Barnaverndarstofu vegna stefnumarkandi áætlana í barnavernd.

Lagt fram til kynningar

3. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

4. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð túnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

5. 200710094 - Gjafir til Hraunbúða

Hraunbúðum hafa borist að gjöf tvö hjúkrunarrúm og dýnur frá slysavarnadeildinni Eykyndli. Fjölskylduráð þakkar kærlega sýndan hlýhug.

6. 200703210 - Leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar - biðlisti, reglur og umsóknarferill

Stefnumótun í félagslega íbúðakerfinu lögð fyrir til kynningar. Fjölskylduráð tekur afstöðu til málsins á næsta fundi.

7. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna við Félagsmálaráðuneytið vegna þjónustusamnings um málefni fatlaðra. Fjölskylduráð tekur undir bókun bæjarráðs frá 12. des. sl. þar sem segir: "Vestmannaeyjabær hefur ekki vilja til að skerða þjónustu við fatlaða og vill fremur vinna að því að ná markmiðum ráðuneytisins í málefnum fatlaðra og efla núverandi þjónustu."

8. 200708079 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2008

Kynning og umræður um fjárhagsáætlun 2008.
Vegna aukinna fjölda barnaverndarmála og þyngri tilfella leggur fjölskylduráð til að við gerð fjárhagsáætlunar 2008 verði gert ráð fyrir 2.500.000kr í aukningu úrræða við barnavernd.
Fjölskylduráð leggur til að gert verði ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2008 500.000kr vegna nauðsynlegrar endurnýjunar á baðstól á Hraunbúðum.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20:25

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159