03.12.2007

Mánudaginn 3. desember 2007,

 

Mánudaginn 3. desember 2007, kl. 10:00 var fundur settur í almannavarnarnefnd Vestmannaeyja í stjórnstöðinni við Faxastíg.

Mættir:

 • Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri og formaður almannav.d. Vestmannaeyja.
 • Ragnar Baldvinsson, slökkvistjóri
 • Sigurður Þ. Jónsson, Björgunarfélagi Vestmannaeyja,
 • Adólf Þórsson, Björgunarfélagi Vestmannaeyja og
 • Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn

Á dagskrá fundarins er að gera áhættuskoðun í umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sbr. bréf ríkislögreglustjóra dags. 26. september s.l.

Mætt eru frá almannavarnardeild RS, Ágúst Gunnar Gylfason og Guðrún Jóhannesdóttir.

Ákveðið var að fundurinn yrði til 12 og svo yrði hafist handa að nýju 13:00.

Rætt var um hvaða hættur væru hér helst fyrir hendi.

 • 1) Skriðuföll vegna jarðskjálfta sbr. í skjálftunum 2000.
 • 2) Sjávarflóð vegna óveðurs, t.d. á Eiðinu.
 • 3) Óveður.
 • 4) Eldgos. Menn voru sammála um að þörf væri á að gera hættumat vegna eldgosahættu hér í Vestmannaeyjum.
 • 5) Flóðbylgjur af hafi. Hafnarbylgja vegna hruns í landgrunninu.
 • 6) Jökulhlaup vegna eldgosa. Hafnarbylgja vegna Kötluhlaupa.
 • 7) Jarðskjálftar. Hrun í fjöllum sbr. nr. 1. hér að ofan.
 • 8) Umferðarslys, t.d. rútuslys.
 • 9) Sjóslys. Herjólfur og ferðir ferðamanna PH Viking og Eydís og tuðrur í úteyjar.
 • 10) Efnamengun. Olía, bensín, ammoníak, ediksýra og fleira.
 • 11) Mannvirki.
 • 12) Brunar. Stórbrunar t.d. Ísfélagsbruninn 9. des. 2000 og FES des. 2006.

Í lok fundarins var farið í áhættugreiningu vegna nokkurra hugsanlegra atburða, umferðarslyss, sjóslyss, eldgoss og óveðurs.

Fundi slitið kl. 16:40

 • Karl Gauti Hjaltason
 • Jóhannes Ólafsson
 • Ragnar Baldvinsson
 • Sigurður Þ. Jónsson
 • Adólf Þórsson
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159