28.11.2007

13. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

13. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 28. nóvember 2007 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í október.


Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í október bárust 37 tilkynningar vegna 23 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 16, vegna ofbeldis 6 og vegna áhættuhegðunar barns 15 talsins.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka fundargerðarbók.

3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka fundargerðarbók.

4. 200710094 - Gjafir til Hraunbúða

Dvalarheimilinu Hraunbúðum hefur borist vegleg gjöf. Guðný Ragnheiður Hjartardóttir, fd. 1931, sem lést 6. ágúst sl. arfleiddi dvalarheimilið að fasteign sinni, Espigerði 4 Rvk. Fjölskylduráð leggur til að íbúðin verði seld og söluandvirði ávaxtað þar til búið er að taka ákvörðun um hvernig því skuli varið. Skipuð verði nefnd sem í sitji hjúkrunarforstjóri Hraunbúða, einn aðili frá heimilisfólki Hraunbúða, einn starfsmaður Hraunbúða, formaður og varaformaður Fjölskylduráðs. Nefndin komi með hugmyndir um hvernig sú fjárhæð sem Hraunbúðir eru arfleiddar að nýtist best til að bæta aðbúnað heimilisfólks. Fjölskylduráð er afar þakklátt þeim hlýhug sem gjöfinni fylgir.

5. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu samningamála við ríkið vegna þjónustusamnings um málefni fatlaðra.

6. 200703099 - Þjónustuhópur aldraðra

Lögð fram fundargerð 163. fundar þjónustuhóps aldraðra.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20:12

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159