24.10.2007

10. fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

10. fundur

fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 24. október 2007 og hófst hann kl. 16.15

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Rúnar Þór Karlsson, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir og Sólrún Erla Gunnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir.

Margrét Rós, Sólrún og Thelma yfirgáfu fund eftir 2. mál. Magnús Jónasson deildarstjóri öldrunarmála mætti á fund í 6. og 7. máli.

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í september bárust 16 tilkynningar vegna 12 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 9, vegna ofbeldis 4 og vegna áhættuhegðunar barns 3 talsins. Lögð er fram samantekt fyrir fyrstu 9 mánuði ársins til samanburðar. Alls hefur borist 191 tilkynning fyrstu mánuði ársins á móti 159 allt árið 2006.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200710117 - Bakvaktir í barnavernd og úrræði vegna 84. gr. barnaverndarlaga.

Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu bakvakta í barnavernd og úrræða vegna 84. gr. barnaverndarlaga. Engin bakvakt er til staðar eða úrræði vegna 84. gr. Aukið álag í barnavernd kallar á endurskoðun. Fjölskylduráð felur starfsmönnum að koma með tillögur að úrbótum sem leggja má fram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

4. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð inn í sérstaka trúnaðarbók.

5. 200709091 - Fjárhagsleg staða málaflokks 02, félagsþjónusta

Lögð fram fjárhagsleg staða málaflokksins 02, félagsþjónusta.

6. 200710098 - Fjárhagslega staða málaflokks 65, Hraunbúðir

Lögð fram fjárhagsleg staða málaflokks 65, Hraunbúðir

7. 200710094 - Gjafir til Hraunbúða

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir veglegum gjöfum, sem Hraunbúðum hafa hlotnast. Um er að ræða 2 hjúkrunarrúm ásamt dýnum, annars vegar frá Verslunarmannafélagi Vestmannaeyja og hins vegar frá Rebekkustúkunni Vilborgu. Fjölskylduráð þakkar veglegar gjafir.

8. 200703105 - Starfsmannahald félagsþjónustunnar

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir breytingum í starfsmannamálum félagsþjónustu.

9. 200703070 - Sölustjóri Kertaverksmiðjunnar.

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir ráðningu Söndru Sigurjónsdóttur sem nýs sölustjóra fyrir Kertaverksmiðjuna.

10. 200710095 - Félag eldri borgara Vestmannaeyjum

Vetrardagskrá félags eldri borgara 2007 lögð fram.

11. 200710096 - Umsókn frá Samtökum um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2008

Samtök um kvennaathvarf sækja um 100.000 kr. rekstrarstyrk fyrir árið 2008. Fjölskylduráð samþykkir að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.30

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Sigurhanna Friðþórsdóttir (sign)

Hafdís Sigurðardóttir (sign)

Rúnar Þór Karlsson (sign)Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159