19.09.2007

9. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

9. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 19. september 2007 og hófst hann kl. 16:45

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Kristín Valtýsdóttir, Jón Pétursson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Guðrún Erlingsdóttir boðaði forföll. Kristín Valtýsdóttir sótti fundinn i staðinn. Margrét Rós Ingólfsdóttir sat fundinn sem starfsmaður sviðs. Margrét Rós og Sólrún Erla yfirgáfu fundinn eftir 4. mál.

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í ágúst 2007.


Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í ágúst bárust 13 tilkynningar vegna 13 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 5, vegna ofbeldis 0 og vegna áhættuhegðunar barns 8 talsins.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200706207 - Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaldri.

Reglur Frítímaversins í Þórsheimilinu gera ráð fyrir að öll börn greiði eitt gjald fyrir veru sína þar auk síðdegishressingar. Í undantekningatilfellum þarf að gefa börnum kost á lengdri viðveru með því að mæta kostnaði. Bókhaldsreglur sveitarfélaga leyfa ekki niðurfellingu gjalda og verður því að vera hægt að mæta því með öðrum leiðum. Fjölskylduráð telur að hægt sé að mæta þessum vanda með veitingu fjárhagsaðstoðar til forráðamanna skv. reglum um fjárhagsaðstoð eða með greiðslu á kostnaðinum í gengum áætlanir í barnaverndarmálum. Þetta þýðir að kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar og barnaverndar hækkar og gera þarf ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar.

4. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

5. 200709090 - Sumar- og helgardvöl fatlaðara barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ

Fjölskylduráð samþykkir að greiða framlag Vestmannaeyjabæjar til sumar- og helgardvalar fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ skv. bréfi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra frá 21. ágúst 2007.

6. 200709093 - Ráðgjafaþjónusta/þjónustumiðstöð við fatlaða
Tillaga um stofnun þjónustumiðstöðvar við fatlaðra sem heldur utan um alla stoðþjónustu.


Við vinnu við endurnýjun á þjónustusamningi um málefni fatlaðra var unnin sú tillaga að kljúfa starf umsjónar með málaflokknum annars vegar í stjórnun og hins vegar stoðþjónustu. Markmiðið er að bæta stoðþjónustu við fatlaða og aðstandendur þeirra. Fjölskylduráð samþykkir að stofnuð verði þjónustumiðstöð við fatlaða með starfstöð á Rauðagerði sem heldur utan um stoðþjónustu. Hugmyndin er að þar verði starfandi ráðgjafar um málefni fatlaðra sem sinna m.a. ráðgjöf, sjá um búsetumál, ferlimál, menntunarmál fatlaðra, liðveiðslumál, stuðningsfjölskyldumál o.fl. Þjónustumiðstöðin sinnir m.a. ráðgjöf til allra stofnana Vestmannaeyjabæjar, skipuleggur og veitir eftirlit með þjónustu við fatlaða. Lagt er til að Jóhanna Hauksdóttir þroskaþjálfi verði ráðin í stöðu umsjónarmanns þjónustumiðstöðvar jafnframt því sem hún stjórnar starfsemi skammtímavistunar á Búhamri. Þessi samþykkt er háð því að það náist fram endurnýjun á þjónustusamningi við ríkið um málefni fatlaðra.

7. 200709092 - Breytingar á starfsemi dag- og skammtímavistunar á Búhamri
Gerð grein fyrir breytingum sem verða á dag- og skammtímavistun á Búhamri auk breytinga á starfsmannahaldi.


Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að starfsemi dag- og skammtímavistunar á Búhamri breytist og einungis verður starfrækt skammtímavistun þar. Er þetta í samræmi við kröfur ríkisins. Boðið verður upp á skammtímavistun tvær helgar í mánuði auk tveggja vikna sumarvistunar. Fram kom að skv. athugun starfsmanna sviðsins er þörfin fyrir skammtímavistun um þessar mundir einungis ein helgi í mánuði. Við þetta minnkar einnig starfsmannaþörfin og er framkvæmdastjóra falið að vinna nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi. Fram kom hjá framkvæmdastjóra að engum starfsmanni í dag- og skammtímavistunni verður sagt upp.

8. 200709094 - Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir starfsmenn við tilsjón í barnavernd sept 2007
Ósk um að fjölskylduráð samþykki að greiða kostnað fyrir fólk sem vinnur við tilsjón í barnavernd á stuðningsfulltrúanámskeið hjá Visku. Markmiðið er að efla starfsemi barnaverndar.


Fjölskylduráð samþykkir umræddan kostnað enda tilgangurinn að efla starfsemi barnaverndar.

9. 200709091 - Fjárhagsleg staða málaflokks 02, félagsþjónusta
Gerð grein fyrir sex mánaða uppgjöri á málaflokki 02.


Fjölskylduráð þakkar greinargerðina.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159