22.08.2007

8. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

8. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 22. ágúst 2007 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Kristín Valtýsdóttir, Elliði Vignisson, Jón Pétursson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Guðríður Ásta Halldórsdóttir yfirgaf fundinn í fyrsta máli. Elliði Vignisson sat fundinn í fyrsta máli.Sólrún Erla yfirgaf fundinn eftir 5. mál.

Dagskrá:

1. 200708064 - Athvarfið - Þórsheimilinu
Tillaga um að samþætta starfsemi heildagsvistunar og athvarfsins.


Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu um að tilraun verði gerð, strax í haust, til að færa starfsemi Athvarfs inn í heildagsvistunina. Haldið verði opnum þeim möguleika að hefja aftur starfsemi Athvarfs ef tilraunin tekst ekki. Fjölskylduráð samþykkir tillöguna og leggur áherslu á möguleika þess að hefja aftur starfsemi Athvarfsins ef tilraunin gengur ekki upp. Fjölskylduráð hvetur til að heilsdagsvistunin verði starfrækt í Þórsheimilinu.

2. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í júlí 2007.


Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í júlí bárust 18 tilkynningar vegna 15 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 0, vegna ofbeldis 8 og vegna áhættuhegðunar barns 10 talsins.

3. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð
Lagðar fram greinargerðir í nokkrum barnaverndarmálum. Nákvæmdur fjöldi liggur ekki fyrir.


Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka fundargerðabók.

4. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð
Erindi vegna úthlutunar íbúðar í Kleifarhrauni, kvarða- og heimildarmál.


Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka fundargerðabók.

5. 200707220 - Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð í Eyjum
Greinargerð vegna bakvaktar á Þjóðhátíð 2007.


Fjölskylduráð þakkar greinargerðina.

6. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra
Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu samningamála við ríkið vegna gerðs nýs þjónustusamnings.


Samingaviðræður standa enn yfir við félagsmálaráðuneytið um framtíð þjónustusamnings um málefni fatlaðra. Til að eyða allri óvissu hjá þjónustuþegum og starfsmönnum sem koma að málaflokknum þá telur Fjölskylduráð nauðsynlegt að fá niðurstöðu í málið sem allra fyrst.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159