27.06.2007

6. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

6. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 27. júní 2007 og hófst kl. 16:00

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Fjölskylduráð býður Margréti Rós Ingólfsdóttur velkomna til starfa.

Dagskrá:

1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Fundargerð barnaverndar er trúnaðarmál og færð í sérstaka fundargerðarbók.

2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka fundargerðarbók.

3. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í maí bárust 23 tilkynningar vegna 16 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 12, vegna ofbeldis 7 og vegna áhættuhegðunar barns 4 talsins.

4. 200706207 - Heilsdagsvistun fyrir börn á grunnskólaldri.
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerir grein fyrir þeim breytingum sem verða á heildagsvistun grunnskólabarna (lengdrar viðveru).


Fjölskylduráð þakkar erindið.

5. 200703047 - Leiguíbúðir aldraðra - reglur, biðlisti, listi yfir leigutaka, verklagsreglur o.fl.
Drög að úthlutunarreglum vegna íbúða aldraðra.


Framkvæmdastjóri lagði fram drög að úthlutunarreglum vegna íbúða aldraðra. Fjölskylduráð tekur afstöðu til erindisins á næsta fundi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159