06.06.2007

5. fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

5. fundur

fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 6. júní 2007 og hófst hann kl. 16.00

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Hafdís Sigurðardóttir, Kristín Valtýsdóttir, Jón Pétursson og Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir.

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Fyrir lá mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í apríl bárust 19 tilkynningar vegna 19 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 5, vegna ofbeldis 3 og vegna áhættuhegðunar barns 11 talsins.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka fundagerðarbók.

3. 200703105 - Starfsmannahald félagsþjónustunnar
Viðbrögð við auglýsingu eftir félagsráðgjafa. Hugmyndir framkvæmdastjóra um breytingar á stöðu forstöðumanns Athvarfsins. Upplýsingar um ráðningu á nýjum forstöðumanni í Sambýlið.


Einn umsækjandi var um stöðu félagsráðgjafa, Margrét Rós Ingólfsdóttir kt. 020682-5829. Fjölskylduráð samþykkir að ráða hana.
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu um breytingu á stöðuhlutfalli forstöðumanns Athvarfs úr 100% í 75%. Fjölskylduráð samþykkir tillöguna og leggur til að staðan verði auglýst sem fyrst.
Framkvæmdastjóri upplýsti að Hulda Líney Magnúsdóttir hefði verið ráðin í stöðu forstöðumanns Sambýlisins.

4. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra
Greinargerð um stöðu máls.


Framkvæmdastjóri lagði fram greinargerð um stöðu þjónustusamnings vegna málefna fatlaðra.

5. 200706056 - Fjölskylduhelgi fjölskyldu- og fræðslusviðs

Fjölskylduráð þakkar starfsmönnum fjölskyldu- og fræðslusviðs þá miklu vinnu sem lögð var í undirbúning og vinnu um fjölskylduhelgina 26.-28. maí sl. Einnig er öllum þeim félagasamtökum og einstaklingum, sem lögðu sitt af mörkum til að gera dagskrá helgarinnar sem fjölbreyttasta, þakkað þeirra framlag svo og bæjarbúum og gestum fyrir góða þátttöku í dagskrá helgarinnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.47

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign)

Jarl Sigurgeirsson (sign)

Hafdís Sigurðardóttir (sign)

Kristín Valtýsdóttir (sign)

Sigurhanna Friðþórsdóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159