25.04.2007

4. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

4. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 25. apríl 2007 og hófst hann kl. 16.45

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Jón Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Sólrún Erla Gunnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir.

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Lagt fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í marsmánuði.


Fyrir lá mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í mars bárust 12 tilkynningar vegna 11 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 6, vegna ofbeldis 1 og vegna áhættuhegðunar barns 5 talsins.

2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskylduráð

Barnaverndarmál eru trúnaðarmál og færð í sérstaka trúnaðarbók.

3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskylduráð

Trúnaðarmál eru færð í sérstaka trúnaðarbók.

4. 200704101 - Öryggismál á Hraunbúðum
Varðar neyðarrýmingar á Hraunbúðum og hitastýrð blöndunartæki. Til upplýsingar fyrir fjölskylduráð.


Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

5. 200704041 - Umsókn um styrk: Karlmenn segja NEI við nauðgunum.
Umsókn um styrk frá Vestmannaeyjabæ. Tengist árlegum forvörnum um Þjóðhátíð Vestmannaeyja.


Fjölskylduráð samþykkir erindið.

6. 200703105 - Starfsmannahald félagsþjónustunnar.
Greinargerð um starfsmannahaldið í félagsþjónustunni og hugmyndir framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að lausnum.


Framkvæmdastjóri leggur til að nú þegar verði ráðinn félagsráðgjafi eða starfsmaður með menntun á félags- eða uppeldissviði í 100% starf fram til haustsins 2008 með hugsanlega framlengingu í huga.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra en bendir á að hér er ekki um neina aukningu að ræða innan málaflokks 02.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.40

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159