19.03.2007

19.3.2007 5. fundur stýrihóps

 

19.3.2007
5. fundur stýrihóps vegna undirbúnings aldursskiptingar.

Mætt: Jón Pétursson, Fanney Ásgeirsdóttir, Hulda Birgisdóttir, Elísa Kristmannsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Hjörtur Kristjánsson, Adda Sigurðardóttir, Páll Einarsson og Erna Jóhannesdóttir

Farið yfir fundargerð 4. fundar.

Sérkennsla og sérdeild. Gögn frá Ólöfu Margréti Magnúsdóttur og Katrínu Magnúsdóttur lögð fram.

Umræða um sérdeild og sérdeildarbörn, námsver og stuðning. Rætt um staðsetningu deildarstjóra sérkennslu og hvernig hægt er að koma sérkennslu og stuðningi fyrir í starfsstöðvunum tveimur. Hugmyndin að þjónustan verði samþætt sem mest fyrir allan hópinn sem þarf sérstakan stuðning, nýtist sem best fyrir sem flesta. Námsver geti tekið á móti sem fjölbeyttustum hópi.

 

Deildarstjórn. Heimild frá 2002 fyrir ráðningu deildarstjóra en ekki lögbundið. Einnig möguleiki á fagstjórn á elsta stigi, t.d. varðandi faggreinar, aga o.fl.

 

Matarmál. Rætt um möguleika og hugsanlegan kostnað við að setja upp aðstöðu vegna máltíða í félagsaðstöðu Hamarsskóla.

 

Heilsdagsvistun. Slík vistun er til boða en er ekki skylda sveitarfélagsins. Í dag er er verið að sinna 50-55 börnum í þremur ólíkum úrræðum, skóladagheimili, athvarfi og í Búhamri.

 

Samantekt vinnuhóps um heilsdagsvistun fyrir fötluð börn tekin til umræðu. Þar kemur fram að vilji er til að hafa athvarfið áfram um sinn. Hugmyndin að skóladagheimilið sinni fötluðum börnum, jafnt sem ófötluðum í 1. -4. eða 1. - 5. bekk. Fyrir eldri nemendur gætu heilsdagsúrræði verið skóladagheimilisþjónusta eða skraddarasaumuð fyrir einstaklinga. Fyrst og fremst spurning um stefnumál bæjarfélagsins. Stýrihópurinn telur það ekki vera hlutverk sitt að fjalla um heilsdagsúrræði og lengda viðveru en telur mikilvægt að sveitarfélagið marki stefnu sína í þeim málum og taki þar tillit til þjónustu við fatlaða nemendur.

 

Skólahúsnæðið og niðurröðun. Rætt um niðurröðun í skólahúsnæði BV. Farið yfir tillögu Jóns P. frá síðasta fundi. Sú tillaga ekki talin heppileg. Fanney skólastjóri lagði fram nýjar hugmyndir sem ættu að koma til móts við kröfur um að 6. og 7. bekkir séu saman í húsnæði og þurfi ekki að blandast unglingastiginu.

 

Gamli skólinn: Á neðsta ganginum: Námsver og 6. bekkur ( 2 stofur).

Á annarri hæð 6. bekkir (tvær stofur).

Á annarri og þriðju hæð (fyrir ofan salinn) 7. bekkir (3 stofur).

Austurskólinn: 10. bekkur á neðstu hæð og í núverandi félagsaðstöðu (3 stofur).

9. bekkur á 2. hæð (2 stofur)

Miðskólinn: Efsta hæð í miðskóla. 8. bekkur (4 stofur).

Miðgangurinn: Myndmennt, saumar og námsver og auka vinnuaðstaða fyrir kennara. Loka ganginum fyrir framan vinnustofuna. Setja hólf/skápa kennaranna, prentara og fleira upp á ganginn. Skapar meiri vinnufrið fyrir stjórnendur og ritara.

 

Bekkjardeildirnar. Farið yfir nemendafjölda í bekkjum. Rætt var um að skipta fjölmennustu bekkjardeildunum upp þannig að nemendahópur verði 18-20 nemendur.

 

Fagleg rök - fyrir því að hafa færri nemendur í bekk (viðbótarúthlutun). Kennari nær betur að sinna nemendum í fámennari bekkjardeild og því ætti þörf fyrir sérkennslu og sérstakan stuðning að vera minni. Auðveldar að koma til móts við einstaklingsþarfir og vinna að einstaklingsmiðun í námi.

 

Félagsleg rök: Miklar breytingar framundan í skólastarfinu. Börn að fara í nýtt umhverfi, kynnast nýjum kennurum og bekkjarfélögum. Ætti að auðvelda börnunum aðlögun að breyttum aðstæðum ef bekkjardeildir eru ekki of fjölmennar. Flestar skólastofur ekki nægilega stórar og rúmgóðar til að það fari nógu vel um börnin ef bekkjardeildirnar eru mjög fjölmennar.

Næsti fundur mánudaginn 26. mars kl. 15 í Ráðhúsi.

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159