14.03.2007

3. fundur Fjölskylduráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

3. fundur

Fjölskylduráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 14. mars 2007 og hófst hann kl. 16:45

Fundinn sátu:

Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Hjörtur Kristjánsson, Jón Pétursson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir,

Fundargerðir trúnaðarmála og barnaverndar eru færð sér í sitt hvora fundargerðarbókina. Trúnaðarmál eru sett inn til staðfestingar í fundargerð þessa sem mál nr. 200703127. Engin barnaverndarmál voru afgreidd á þessum fundi. Sólrún yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu trúnaðarmála.

Dagskrá:

1. 200702110 - Sískráning barnaverndarmála 2007
Lagt fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndar tilkynninga í febrúarmánuði.


Fyrir lá mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í febrúar bárust 27 tilkynningar vegna 23 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 6, vegna ofbeldis 1 og vegna áhættuhegðunar barns 20 talsins.

2. 200703127 - Fundargerð trúnaðarmála lagt fyrir 3. fund fjölskylduráðs 14. mars 2007
Trúnaðarmál eru sérstaklega afgreidd á fundinum í sérstaka fundargerðarbók fyrir trúnaðarmál. Fjölskylduráð staðfestir þessa fundargerð.
3. 200703105 - Umræður um starfsmannahald félagsþjónustunnar
Framhald af 2. máli 2. fundar fjölskylduráðs frá 8. febrúar 2007.


Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Fjölskylduráð ítrekar mikilvægi málsins, fyrri afgreiðslu þess og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.

4. 200703099 - Þjónustuhópur aldraðra
Tillaga um að greitt verði fyrir setu í þjónustuhópi aldraðra.


Lagt er til að greidd verði þóknun fyrir fundarsetu manna í þjónustuhópi aldraðra. Tillaga er um að fundarmenn fái greiddar 25.000 kr. á ári óháð fjölda funda. Ekki er greitt sérstaklega fyrir vistunarmat þar sem það er hluti af starfi þeirra sem um það sjá. Gert er ráð fyrir að þjónustuhópur aldraðra fundi eftir þörfum. Heildarkostnaður við þjónustuhópinn getur því numið um 125.000 kr. á ári og rúmast sú upphæð innan málaflokks 02.5. 200703047 - Úthlutun á fjórum þjónustuíbúðum aldraðra.
Úthlutun á þremur íbúðum í Eyjahrauni (nr. 1, 5 og 11) og einni í Kleifarhrauni (3b).


Afgreiðslu frestað þar til þjónustuhópur aldraðra hefur farið yfir umsóknir.

6. 200703038 - Fyrirspurn vegna erindis félagsmálaráðuneytisins vegna tveggja aðskildra spurninga
Lagt fram til kynningar.
7. 200702189 - Erindi til Jafnréttisstofu vegna orlofssjóðs húsmæðra.
Svar við 12. máli fjölskylduráðs frá 21. desember 2006.


Fjölskylduráð þakkar Jafnréttisstofu fyrir svarið.

8. 200702162 - Uppeldisnámskeið fyrir starfsmenn fjölskylduráðs
Kynning á hugmyndum Sólrúnar Gunnarsdóttur félagsráðgjafa.


Fjölskylduráð fagnar framtaki og frumkvæði starfsmanns.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159