12.03.2007

12. mars 2007.

 

12. mars 2007. 4. fundur stýrihóps vegna undirbúnings aldursskiptingar.

Mætt: Adda Sigurðardóttir, Hulda Birgisdóttir, Elísa Kristmannsdóttir, Páll Einarsson, Erna Jóhannesdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Jón Pétursson.

 

Fundarritari: Erna Jóhannesdóttir.

 

 

 

1. Gengið var um Hamarsskóla undir stjórn Fanneyjar Ásgeirsdóttur skólastjóra og húsnæðið skoðað með tilliti til ýmissa hugmynda um nýtingu og fyrirkomulag.

 

 

 

2. Bréf frá Helgu Tryggvadóttur, formanni kennarafélagsins til meirihluta bæjarsjóðs um hlutverk stýrihópsins tekið til umræðu. Stýrihópurinn ræddi hlutverk sitt og er sammála um hvert það er.

 

 

 

3. Rætt um bekkjarfjölda næsta skólaárs og meðalfjölda nemenda í bekkjunum. Ef fjöldi bekkjardeilda verður óbreyttur í 5. 6. 7. og 8. bekk gera ráð fyrir 16 bekkjardeildum í Hamarssskóla og 16 í Barnaskólanum auk lífsleiknibrautar.

 

 

 

4. Jón Pétursson lagði fram tillögu um að skoða niðurrröðun í skólahúsnæði, þannig að miðstigið (6. og 7. bekkir) verði í austurskóla, elstu nemendur (10. bekkingar) verði í elsta hluta skólans og 8. og 9. bekkir verði í miðskólanum. Stýrihópur ætlar að skoða þessar tillögur og spá í þær fyrir næsta fund. Jafnframt er gert ráð fyrir að útihúsin austan við skólann verði fjarlægð.

 

 

 

5. Hamarsskóli. Rætt um tillögu þess efnis að taka eina kennslustofu í kjallara fyrir eldhús, og aðra fyrir skóladagheimilið.

 

 

 

6. Bókasafnið. Rætt um vinnuna við að skipta bókasafninu fyrir flutning milli starfsstöðva. Fanney ræðir við Nönnu um að bókaverðir skólans fari í þá vinnu þegar dregur að vori.

 

 

 

7. Heilsdagsvistunin. Stýrihópur mælir með að hópur sem hefur verið að fjalla um heilsdagsvistun haldi áfram þeirri vinnu. Í hópnum eru starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs, Fanney skólastjóri og fulltrúi foreldra sérdeildarbarna. Bent var á að þarna er ekki um lögbundið verkefni að ræða. Rætt um að samþætta þjónustu athvarfsins, Búhamars og skóladagheimilisins. Vilji er til að hafa athvarfið opið áfram um sinn, en mikilvægt að skóladagheimilið geti tekið við fötluðum börnum. Rökrétt að grunnskólinn sjái um heilsdagsvistun yngsta hóps ef bæjaryfirvöld vilja að þjónustan sé á vegum bæjarfélagsins. Fræðslufulltrúi tekur að sér að kalla fyrrnefndan heilsdagsvistunarhóp saman til fundar til að koma með tillögur um heilsdagsvistun, helst fyrir næsta fund stýrihópsins.

 

 

 

8. Sérdeild. Nauðsyn að skilgreina hlutverk sérdeildar og skoða hvar og hvernig hægt er að koma til móts við heilsdagsvistun eldri nemenda. Rætt um að starfsstöðvar sérdeildar verði tvær og að starfsfólkið verði hreyfanlegt og geti farið á milli húsa. Fanney mun setjast yfir málin með deildarstjórum skólans vegna sérkennslu og skoða hvernig heppilegast er að hafa fyrirkomulag sérdeildar.

 

 

 

9. Lífsleiknibrautin og námsverið. Mikilvægt að námskrá og skýrar reglur sem byggðar eru á markmiðssetningu fyrir lífsleiknibrautina liggi fyrir. Hugmyndin að fagfólkið kynni sér hvernig verið er að vinna á öðrum stöðum.

 

 

 

10. Rætt um tilhögun varðandi bekkjardeildir og hugmyndir um hvernig heppilegast verður að skipta upp hópum. Hugmyndin er að skólastjórnendur eigi samráð við umsjónarkennara bekkjanna, sem um ræðir.

 

 

 

11. Rætt um tilhögun varðandi kennarana og óskir þeirra um kennslu. Fram undan er sameiginlegur kennarafundur kennara beggja starfsstöðva. Óskalistum verður dreift fljótlega og síðan verða starfsmannaviðtöl. Beðið verður um 1. og 2. val þannig að sveigjanleiki sé fyrir hendi.

 

 

 

12. Deildarstjórar. Rætt um þörf fyrir deildarstjórn. Hópurinn sammála um mikilvægi þess að hafa deildarstjóra á hverju stigi (yngsta- mið- og elsta stigi). Ef skólinn telur sig þurfa meira en nemur úthlutun kennslukvóta verður að koma um það gildur rökstuðningur frá skólastjórnendum.

 

 

 

13. Stýrihópi var afhent samantekt með rökum kennara Hamarsskóla um það hvers vegna þeir telja heppilegra að yngri börn séu staðsett þar.

 

 

 

Ákveðið að næsti fundur verði í Ráðhúsinu, mánudaginn 19. mars 2007 kl. 15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159