13.02.2007

178. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyjahaldinn

 

178. fundur

skólamálaráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar,

þriðjudaginn 13. febrúar 2007 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson, Hjörtur Kristjánsson, Jóhanna Kristín Reynisdóttir,

Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir, Valgerður Guðjónsdóttir,

Hafdís Snorradóttir, Jón Pétursson, Erna Jóhannesdóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir,

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Súsanna Georgsdóttir og Hulda Ólafsdóttir.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Dagskrá:

1. 200702015 - Tillögur að framtíðarskipulagi grunnskólamála í Vestmannaeyjum
Framhald af 1. erindi 177. fundar skólamálaráðs.

Tillaga 1:

Skólamálaráð samþykkir að nú þegar verði hafist handa við að undirbúa aldursskiptingu Grunnskóla Vestmannaeyja og skal að því stefnt að slík nýskipan komi til framkvæmda við upphaf skólaársins 2007 – 2008.

Við framkvæmd tillögunnar er gert ráð fyrir eftirfarandi:

1. Enginn starfsmaður missir vinnuna vegna þessara breytinga. Komi til þess að stöðugildum fækki verða viðkomandi starfsmönnum boðin sambærileg störf hjá Vestmannaeyjabæ. Þetta merkir vissulega að fjárhagsleg hagræðing kemur til á lengri tíma en er farsælla fyrir alla aðila.

2. Þjónusta við nemendur og fjölskyldur þeirra verður aukin. Stefnt er að því að á næstu árum verði stóraukin þjónusta svo sem vegna matarmála, félagsaðstöðu nemenda, vinnuaðstöðu kennara og fleira.

3. Reynt verður að framkvæma allar breytingar þannig að þær hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir nemendur.

4. Ferlimál fatlaðra verða bætt til mikilla muna.

5. Bæjaryfirvöld leggja ekki upp með fullmótaðar og útfærðar lokaniðurstöður heldur hyggjast fela fagfólki, í samráði við nemendur og forráðamenn þeirra, að innleiða breytinguna.

Greinargerð

Grunnskólastarf í Vestmannaeyjum hefur nú verið í mikilli endurskoðun seinustu misserin. Þegar hafa verið gerðar ákveðnar grundvallarbreytingar á skólunum og ber þar hæst að í stað tveggja heildstæðra og rekstrarlega sjálfstæðra skóla tók einn heildstæður grunnskóli með tvær starfsstöðvar til starfa haustið 2006. Slík breyting hefur kallað á grundvallarbreytingar á starfsemi og starfsháttum skólanna.

Sú boðaða breyting er felst í tillögu 1 er hugsuð út frá félagslegri, faglegri og fjárhagslegri hagræðingu og eru sterk rök að finna í greinargerðum sem áður hefur verið skilað til skólamálaráðs bæði af kennurum og stjórnendum Grunnskóla Vestmannaeyja (afgreitt í skólamálalráði 23. jan. 2007) og af starfsmönnum skólaskrifstofu (afgreitt í skólamálaráði 30. jan. 2007).

Skólafólk hefur nú á yfirstandandi skólaári lagt á sig mikla vinnu í að móta sína framtíðarsýn og skilað inn tillögum um það í hverskonar rekstrar og faglegu umhverfi það teldi skólastarfi best háttað næstu árin. Kennarar hafa með tillögum sínum sýnt það að þeir eru tilbúnir til að ráðast í gagngera endurskoðun á öllu grunnskólastarfi í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að ekki sé með tillögu þessari komið að fullu til móts við óskir og framtíðarsýn kennara tekur hún mið af þessari góðu vinnu kennara sem og þeim rekstrarlegu rökum sem var að finna í úttekt starfsmanna skólaskrifstofu og fjallað var um í skólamálaráði 30. janúar 2007

Aldursskipting sú er með tillögu þessari er lögð til skapar hagræði sem hægt er að nýta til að stórefla þjónustu við nemendur og fjölskyldur þeirra. Þessa möguleika viljum við nýta okkur, enda hafa auknar kröfur til þjónustu sveitarfélaganna hvað grunnskóla varðar kallað á að við séum ætíð á varðbergi hvað hagræðingu varðar. Einungis þannig getum við veitt hámarksþjónustu fyrir það fé sem við höfum úr að spila. Slíkt verður þó einungis gert með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsfólks, nemenda og forráðamanna þeirra.

Kjörnir fulltrúar hafa þá trú að fyrirhugaðar breytingar efli hið góða skólastarf sem í Vestmannaeyjum er unnið og skapi sveitarfélaginu svigrúm til að ráðast í löngu tímabærar aðgerðir hvað varðar faglega þróun, viðhald og bætta aðstöðu.

Tillaga 2:

Skólamálaráð samþykkir að skipa stýrihóp sem vinna skal að framkvæmd þeirrar ákvörðunar sem fjallað var um í tillögu eitt. Hann skal vinna út frá þeim forsendum sem fram koma í greinargerð þeirrar tillögu. Þá skal stýrihópurinn jafnframt hafa til hliðsjónar í vinnu sinni tillögu kennara um lífsleiknibraut í 9. og 10. bekk.

Starfshópinn skipa: Framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs,

skólastjóri grunnskóla Vestmannaeyja,

fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar,

tveir fulltrúar kennara tilnefndir af Kennarafélagi

Vestmannaeyja,

fræðslufulltrúi,

tveir fullttrúar foreldra, tilnefndir af foreldrafélögum,

deila með sér einu atkvæði.

Til fundarsetu með sama rétt og aðrir fulltrúar hafa einnig bæjarstjóri, formaður skólamálaráðs og varaformaður skólamálaráðs.

Starfshópurinn skal eftir þörfum kalla til fulltrúa hagsmuna- og fagaðila.

Stýrihópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir 30. mars 2007 og hafa lokið störfum eigi síðar en 29. apríl 2007.


Páll Marvin Jónsson, formaður

Hjörtur Kristjánsson, varaformaður

Díanna Þyrí Einarsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Tillögurnar samþykktar einróma.

2. 200702016 - Greinargerð frá leikskólafulltrúa vegna biðlista

Skólamálaráð samþykkir að styrkja allt að fimm dagforeldra til þátttöku í skyldunámskeiði fyrir dagforeldra um allt að fjögurhundruð þúsund í heild.

Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra að móta reglur um úthlutun styrksins og leita fjármagns til þess innan fjárhagsáætlunar málaflokksins.

3. 200702027 - Greinargerð frá leikskólafulltrúa vegna sumarlokana
Skólamálaráð þakkar fyrir greinagerðina. Samkvæmt henni er hámarksskotnaður við það að vera ekki með lokað yfir sumartímann um 3,8 milljónir og ljóst að það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar. Hinsvegar er hér um hámarkskostnað að ræða og því hugsanlegt að komast megi af með töluvert lægri kostnað. Skólamálaráð leggur því til að Fjölskyldu- og fræðslusvið skoði mismunandi útfærslur nánar og fái heimild til að fella niður sumarlokanir að því gefnu að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar.


4. 200702033 - Ársskýrsla fyrir árið 2006 vegna daggæslu í heimahúsum.
Skólamálaráð þakkar kynninguna

5. 200702034 - Ársskýrsla fyrir árið 2006 vegna gæsluvallarins Stranda við Miðstræti.
Skólamálaráð þakkar kynninguna.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35

Páll Marvin Jónsson

Hjörtur Kristjánsson

Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Díanna Þyrí Einarsdóttir

Valgerður Guðjónsdóttir

Hafdís Snorradóttir

Jón Pétursson

Erna Jóhannesdóttir

Guðrún Helga Bjarnadóttir

Alda Gunnarsdóttir

Helena Jónsdóttir

Júlía Ólafsdóttir

Bryndís Guðjónsdóttir

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Súsanna Georgsdóttir

Hulda Ólafsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159