08.02.2007

FUNDARGERÐ2. fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja

 

FUNDARGERÐ

 

 

 

2. fundur

 

fjölskylduráðs Vestmannaeyja 2007

 

haldinn í fundarsal Ráðhússins, 3ju hæð,

 

fimmtudaginn 8. febrúar 2007

 

kl. 16.15.

 

 

 

 

 

Mætt: G. Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Sigurhanna Friðþórsdóttir

 

 

 

 

 

Dagskrá:

 

 

 

Barnavernd

 

1. Lagt fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndar -tilkynninga í janúarmánuði.

 

Fyrir lá mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í janúar bárust 49 tilkynningar vegna 33 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 12, vegna ofbeldis 8 og vegna áhættuhegðunar barns 29 talsins.

 

 

2. Bréf frá yfirfélagsráðgjafa um stöðu barnaverndarmála hjá fjölskyldu- og fræðslusviði.

 

Fjölskylduráð telur nauðsynlegt að bæta við stöðugildi, a.m.k. tímabundið, vegna aukins fjölda og þyngdar barnaverndarmála. Formanni og framkvæmdastjóra sviðsins falið að ræða við bæjarstjóra og falast eftir úrlausn.

 

 

3. – 9. Áætlanir, greinargerðir og erindi vegna átta barnaverndarmála.

 

 

 

 

 

Trúnaðarmál

 

10. – 21. Til afgreiðslu ellefu kvarðamál og 10 erindi vegna fjárhagsaðstoðar.

 

 

 

 

Almenn erindi

 

22. Beiðni frá framkvæmdastjóra Straums – þvottahúss um endurskoðun á

 

samningi um þvott á Hraunbúðum.

 

Framkvæmdastjóra er falið að endurskoða fyrirkomulag þvotta á Hraunbúðum og leggja tillögur fyrir næsta fund fjölskylduráðs.

 

 

 

 

 

23. Framkvæmdastjóri kynnir stöðu nýs þjónustusamnings um málefni fatlaðra.

 

Fjölskylduráð þakkar framkvæmdastjóra fyrir kynninguna og leggur áherslu á að vinnu við gerð nýs þjónustusamnings verði hraðað.

 

 

 

24. Kynning á bréfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna

 

umsóknar um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2007.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.45

 

 

 

G. Ásta Halldórsdóttir

 

Guðrún Erlingsdóttir

 

Jarl Sigurgeirsson

 

Sigurhanna Friðþórsdóttir

 

Hafdís Sigurðardóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159