30.01.2007

177. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

177. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Íþróttahússins

þriðjudaginn 30. janúar 2007, og hófst hann kl. 16.15.

Fundinn sátu: Páll Marvin Jónsson formaður, Hjörtur Kristjánsson varaformaður, Díanna Þyri Einarsdóttir, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Valur Bogason.

Auk þeirra sátu fundinn: Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir og Helena Jónsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna : Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri, Valgerður Guðjónsdóttir, Súsanna Georgsdóttir og Hafdís Snorradóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Rós Ingólfsdóttir

Málefni grunnskólans

1. Framtíðarskipan grunnskólamála. Greinargerð og tillaga fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Skólamálaráð þakkar kynninguna á þessari greinargerð og frestar málinu til næsta fundar sem verður 6. febrúar nk.

2. Kynning á bréfi frá menntamálaráðuneytinu, dags. 22. janúar 2007 þar sem fram koma dagsetningar samræmdra prófa í 10. bekk í grunnskólanum vorið 2008.

Skólamálaráð þakkar kynninguna.

Málefni leikskólans

3. Greinargerð vegna óska foreldra leikskólabarna frá 22. janúar 2007 um að tæma biðlista leikskóla.

Skólamálaráð þakkar greinargerðina. Ekki er hægt að verða við óskum foreldra vegna kostnaðar við að minnka eða tæma biðlistana og ekki síður vegna þeirra afleiðinga sem slík aðgerð hefur, sem eru meðal annars þær að núverandi dagmæðraþjónusta gæti lagst af. Leikskólafulltrúa er jafnframt falið að kanna með hvaða leiðum hægt er að auka dagmæðraþjónustu í Vestmannaeyjum og kostnaði við slíkt.

4. Greinargerð vegna óska foreldra leikskólabarna frá 15. nóvember 2006 þar sem spurt er annars vegar hvort hægt sé að afnema sumarlokanir og hins vegar hvort hægt sé að bjóða upp á sveigjanlegan vistunartíma.

Skólamálaráð þakkar greinargerðina. Leikskólafulltrúa er falið að vinna áfram með málið í samstarfi við leikskólastjóra. Kanna á frekar hvort hægt sé að afnema sumarlokanir sem og hvort hægt sé að bjóða upp á sveigjanlegan vistunartíma þannig að kostnaður við slíkt sé í lágmarki eða rúmist innan fjárhagsáætlunnar. Tillögur varðandi sumarlokanir skulu liggja fyrir á næsta fundi skólamálaráðs sem haldinn verður þann 6. febrúar næstkomandi.

5. Lokaskýrsla stýrihóps sem myndaður var á 173. fundi skólamálaráðs 1. nóvember 2006 til að vinna að undirbúningi flutnings á starfsemi Sóla og Rauðagerðis yfir í nýtt húsnæði.

Fyrir lá skýrsla stýrihóps sem skipaður var á fundi skólamálaráðs 1. nóvember sl. til að vinna að undirbúningi flutnings starfsemi Sóla og Rauðagerðis í nýtt húsnæði. Skólamálaráð þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf, greinargóða skýrslu og fjölmargar ábendingar og tillögur.

Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra, leikskólafulltrúa og leikskólastjóra nýja leikskólans að annast endanlegt skipulag starfseminnar í samræmi við 1. mál á fundi skólamálaráðs frá 1. nóvember sl. og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ábendingar og tillögur í skýrslu undirbúningshópsins geta reynst mikilvægur þáttur í þeirri vinnu.

6. Kynning á bréfi frá menntamálaráðuneytinu, dags. 23. janúar 2007 þar sem fylgt er eftir könnun ráðuneytisins á starfsemi leikskóla sem gerð var á síðasta ári.

Skólamálaráð þakkar kynninguna.

Almenn erindi

7. Kynning á bréfi frá menntamálaráðuneytinu, dags. 23. janúar 2007 þar sem kynntar eru æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, stefnumótun í málefnum barna og ungs fólks.

Skólamálaráð þakkar kynninguna.

Trúnaðarmál

8. Trúnaðarmál.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00


Páll Marvin Jónsson (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Díanna Þyrí Einarsdóttir (sign)

Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)

Valur Bogason (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159