23.01.2007

Fundargerð 176. fundur skólamálaráðs

 

Fundargerð

176. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 23. janúar 2007 kl. 16.15.

Mætt voru : Páll Marvin Jónsson formaður, Hjörtur Kristjánsson varaformaður, Díanna Þyri Einarsdóttir, Jóhanna Kristín Reynisdóttir og Elsa Valgeirsdóttir. Jóhanna Reynisdóttir vék af fundi við afgreiðslu 3. máls.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi, Jón Pétursson framkvæmdastjóri og Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Fanney Ásgeirsdóttir, Hulda Líney Magnúsdóttir og Valgerður Guðjónsdóttir.

1.

Lagð er fram til kynningar tillögur og vangaveltur frá kennurum og stjórnendum grunnskólans um framtíðarskipulag Grunnskóla Vestmannaeyja.

Skólamálaráð þakkar kennurum og skólastjórnendum fyrir hugmyndir og tillögur að framtíðarskipulagi. Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og skólafulltrúa að fara yfir tillögurnar og leggja fram greinagerð um framtíðarskipan grunnskólamála á næsta fundi skólamálaráðs sem verður haldinn 30. janúar nk.

2.

Erindi frá tveimur fjarnámsnemum vegna breytinga á niðurgreiðslum leikskólagjalda fyrir börn námsmanna.

Skólamálaráð getur því miður ekki orðið við erindinu

Skólamálaráð stendur við ákvörðun sína frá 1. nóvember 2006 þar sem ákveðin var breyting á gjaldskrá leikskóla. Sú breyting leiddi til þess að hægt var að lækka almennt grunngjald um 40 kr á tímaeininguna. Vestmannaeyjabær fór um tíma í aðgerðir til að fjölga fagfólki m.a.í skólum bæjarins. Um var að ræða tímabundnar aðgerðir sem nú er lokið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald slíkrar áætlunar hjá bænum.

3. (Jóhanna Reynisdóttir vék af fundi er mál 3 var tekið fyrir).

Erindi frá foreldrum þar sem óskað er eftir því að þegar nýr leikskóli verði opnaður að þá verði biðlistar á leikskóla tæmdir.

Skólamálaráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og leikskólafulltrúa að kanna möguleika og kostnað við óskir foreldra um útrýmingu biðlista og nýtingu á því rými sem er til staðar á Rauðagerði og Sóla. Ekki er hægt að taka afstöðu til málsins fyrr en þær forsendur liggja fyrir.

4.

Erindi frá menntamálaráðuneytinu un dagsetningar samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2007.

Skólamálaráð þakkar kynninguna.

5.

Erindi frá félagsmálaráðuneytinu vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna.

Skólamálaráð þakkar kynninguna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.23

Fundargerð ritaði Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Jóhanna Kr. Reynisdóttir (sign)

Alda Gunnarsdóttir (sign)

Bryndís Guðjónsdóttir (sign)

Helena Jónsdóttir (sign)

Júlía Ólafsdóttir (sign)

Hulda Líney Magnúsdóttir (sign)

Valgerður Guðjónsdóttir (sign)

Elsa Valgeirsdóttir (sign)

Hjörtur Kristjánsson (sign)

Guðrún H. Bjarnadóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Fanney Ásgeirsdóttir (sign)

Díanna Þ. Einarsdóttir (sign)

Jón Pétursson (sign)

Erna Jóhannesdóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159