10.01.2007

FundargerðFundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn

 

Fundargerð

 

 

 

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Ráðhússins, 3. hæð miðvikudaginn 10. janúar 2007 kl. 16.45.

 

 

 

Mættar voru: G. Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir.

 

 

 

Ritari: Sigurhanna Friðþórsdóttir.

 

 

 

 

 

Barnavernd

 

1. mál

 

Fyrir lágu upplýsingar um fjölda tilkynninga til barnaverndarnefndar í desembermánuði vegna mánaðarlegrar skráningar til Barnaverndarstofu. Í desember bárust 7 tilkynningar vegna 8 barna. Þrjár tilkynningar voru vegna vanrækslu, 1 vegna ofbeldis og 3 vegna áhættuhegðunar barns.

 

 

 

2. – 3. mál

 

Lögð fram áætlun um meðferð tveggja mála.

 

 

4.mál

 

Lokun á einu barnaverndarmáli.

 

 

Trúnaðarmál

 

5. – 6. mál

 

Tvær beiðnir um fjárhagsaðstoð.

 

 

 

Almenn mál

 

7. mál

 

Umræður um fjárhagsaðstoð og viðmiðunarmörk

 

Framkvæmdastjóri og yfirfélagsráðgjafi fjölskyldu- og fræðslusviðs leggja til að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar verði hækkuð í allt að 88.873 kr. á mánuði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Grunnupphæðin er nú 81.396 kr. og hefur ekki hækkað síðan 1. apríl 2004. Jafnframt er lagt til að reglur um fjárhagsaðstoð Vestmannaeyjabæjar verði endurskoðaðar m.a. með tilliti til hvernig uppreikningur bóta verði í framtíðinni.

 

 

8. mál

 

Samkomulag ASÍ og Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra.

 

Fjölskylduráð leggur til að gengið verði frá samkomulagi milli Drífanda stéttarfélags og Vestmannaeyjabæjar vegna starfsmanna í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu og á ótímabundnum ráðningarsamningi hjá Vernduðum vinnustað – Kertaverksmiðjunni Heimaey. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir í bæjarráð.

 

 

 

 

 

9. mál

 

Umsókn um launalaust leyfi.

 

Fjölskylduráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo framarlega sem málefni fatlaðra heyri áfram undir Vestmannaeyjabæ.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundi slitið kl: 18.15

 

 

 

G. Ásta Halldórsdóttir (sign)

 

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

 

Helga Björk Ólafsdóttir (sign)

 

Sigurhanna Friðþórsdóttir (sign)

 

Hafdís Sigurðardóttir (sign)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159