27.12.2006

Fundargerð 175. fundur

 

Fundargerð

175. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins miðvikudaginn 27. desember 2006 kl. 16.15

Mætt voru: Páll Marvin Jónsson formaður, Hjörtur Kristjánsson varaformaður,

Díanna Þyri Einarsdóttir, Jóhanna Kristín Reynisdóttir og Valur Bogason

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi,

Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Jón Pétursson framkvæmdastjóri.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Helena Jónsdóttir og Emma Sigurgeirsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi vegna grunnskólanna: Björn Elíasson.

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson.

1. mál

Fyrir lágu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

Þökkum Jóni fyrir góða umræðu.

Málefni leikskóla

2. mál

Fyrir lá tillaga að breyttri gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2007.

Skólamálaráð samþykkir að grunngjald klukkustundar fari úr kr. 3.100 í 3.060 krónur samkvæmt samþykkt skólamálaráðs frá 173. fundi um lækkun grunngjalds um 40 krónur. Jafnframt samþykkir skólamálaráð að fæðisgjald hækki sem nemur neysluvísitölu (3%) sem gerir 20 kr. á fullt fæði. Breytingin þýðir 300 kr. lækkun á 8 klst. vistun með fullu fæði á mánuði.

3. mál

Leikskólafulltrúi greindi frá niðurstöðum skoðanakönnunar um nafn á nýjan leikskóla. Í netskoðunarkönnun Vestmannaeyjabæjar og Frétta kl. 10:30 að morgni 27. desember 2006 höfðu 422 tekið þátt í skoðanakönnuninni og eru niðurstöður þessar:

1.) Hvað viltu að nýi leikskólinn eigi að heita?

Austurgerði

50

(11.93%)

Austurhlíð

17

(4.06%)

Sólgerði

62

(14.80%)

Sóli

199

(47.49%)

Urðir

91

(21.72%)

Skólamálaráð samþykkir að farið verði eftir niðurstöðum skoðanakönnunnarinnar og að hinn nýi leikskóli fái nafnið Sóli.

Samþykkt samhljóða.

4. mál

Stýrihópur um undirbúning flutnings á starfsemi leikskólans Sóla og leikskólans Rauðagerðis sem skipaður var á 172. fundi skólamálaráðs, óskaði eftir frestun á skilum lokaskýrslu fram að fyrsta fundi skólamálaráðs á nýju ári.

Skólamálaráð samþykkir erindið.

5. mál

Rætt var um saming vegna kaupa á máltíðum fyrir leikskólana Sóla og Kirkjugerði sem rennur út um áramót. Skólamálaráð felur leikskólafulltrúa að semja við Fjóluna um áframhaldandi þjónustu fyrir leikskólana Sóla og Kirkjugerði þar til nýr leikskóli hefur starfsemi sína

Fundi slitið kl.17.30

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159