21.12.2006

FundargerðFundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn

 

Fundargerð

 

 

 

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Ráðhússins, 3. hæð fimmtudaginn 21. desember 2006 kl. 15.15.

 

 

 

Mætt: Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir.

 

Auk þeirra voru mætt Jón Pétursson framkvæmdastjóri, Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi.

 

 

 

Fundarritari: Sigurhanna Friðþórsdóttir

 

 

 

 

 

Trúnaðarmál

 

 

 

1.- 6. mál

 

Kvarðamál eru 11 og heimildir eru fimm.

 

 

 

7. mál

 

Beiðni um aðstoð vegna meðferðar.

 

 

 

Barnavernd

 

 

 

8. mál

 

Áætlun um meðferð máls.

 

 

 

Almenn mál

 

 

 

9. mál

 

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis lögð fram.

 

Fjölskylduráð þakkar fyrir.

 

 

 

 

 

10. mál

 

Lagðar fram verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda.

 

Fjölskylduráð þakkar fyrir og beinir því til skólamálaráðs að verklagsreglur þessar verði kynntar í leikskólum og Grunnskóla Vestmannaeyja.

 

 

 

11. mál

 

Kynning á samkomulagi ASÍ og Hlutverks – samtökum um vinnu og verkþjálfun um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra.

 

Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna.

 

 

 

 

 

12. mál

 

Umræða um fjárhagsáætlun 2007.

 

Fjölskylduráð samþykkir að leita álits Jafnréttisstofu um hvort lög nr. 53/1972 standist jafnréttislög og felur framkvæmdastjóra að ganga í málið.

 

Fjölskylduráð áréttar að halda skuli áfram aðhaldi í rekstri Hraunbúða og náist fram hagræðing skuli hún nýtt í aukna þjónustu við heimilisfólk.

 

Fjölskylduráð þakkar framkvæmdastjóra og starfsmönnum fjölskyldu- og fræðslusviðs fyrir þeirra framlag við gerð fjárhagsáætlunar.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17.50.

 

 

 

Guðrún Ásta Halldórsdóttir (sign)

 

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

 

Jarl Sigurgeirsson (sign)

 

Sigurhanna Friðþórsdóttir (sign)

 

Hafdís Sigurðardóttir (sign)

 

Jón Pétursson (sign)

 

Sólrún Gunnarsdóttir (sign)

 

Guðrún Jónsdóttir (sign)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159