07.12.2006

Fundargerð174. fundur skólamálaráðs

 

Fundargerð

174. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins fimmtudaginn 7. desember 2006 kl. 16.15.

Mætt voru: Páll Marvin Jónsson formaður, Björgvin Eyjólfsson, Steinunn Jónatansdóttir yfirgaf fundinn eftir 4. mál, Jóhanna Kristín Reynisdóttir og Valur Bogason.

Elsa Valgeirsdóttir, Díanna Þyri Einarsdóttir og Hjörtur Kristjánsson boðuðu forföll.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi, Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi og Jón Pétursson framkvæmdastjóri.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Súsanna Georgsdóttir, Hafdís Snorradóttir og Sigurlás Þorleifsson.

Ritari: Jóhanna Kristín Reynisdóttir.

1. mál.

Fyrir lágu til kynningar fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Jón Pétursson framkvæmdastjóri kynnti drögin, fór yfir stöðu mála og helstu þætti áætlunarinnar.

Málefni grunnskólans

2. mál

Fyrir lá samantekt vegna skólamáltíða, sem fjölskyldu- og fræðslusviði var falið að gera í framhaldi af erindi foreldra sem tekið var fyrir á 171. fundi ráðsins 4. júlí s.l.

Jón Pétursson fór yfir samantektina og þá möguleika sem fyrir hendi eru. Skólamálaráð þakkar Jóni fyrir upplýsingarnar. Skólamálaráð vill fá að skoða þetta ítarlegar.

3. mál

Fyrir lá bréf til skólastjóra grunnskóla og skólanefnda frá menntamálaráðuneytinu. Efni: Tillögur nefndar um fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum. Skólamálaráð vísar erindinu til skólastjórnenda Grunnskóla Vestmannaeyja.

Málefni leikskólans.

4. mál

Fyrir lá til kynningar áfangaskýrsla stýrihóps um undirbúning flutnings á starfsemi leikskólans Sóla og leikskólans Rauðagerði í nýtt húsnæði. Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi kynnti skýrsluna. Skólamálaráð þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf .

5. mál

Fyrir lágu niðurstöður athugunar vegna reksturs á eldhúsi í nýjum leikskóla ásamt teikningum af eldhúsinu. Páll Marvin Jónsson formaður kynnti niðurstöður athugunarinnar.

Samþykkt var að taka inn með afbrigðum tillögu stýrihóps um að setja upp framleiðslueldhús í nýjum leikskóla en tillagan barst í fundarboðum í undirgögnum.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram: “Þar sem mikil rekstrarhagræðing felst í því að reka eldhús í hinum nýja leikskóla og stofnkostnaður er óverulegur miðað við þá hagræðingu sem næst, leggur skólamálaráð til að fari verði eftir tillögu stýrihóps um sameiningu leikskólanna um að þar verði rekið framleiðslueldhús sem getur tekið að sér að elda fyrir leikskóla Vestmannaeyjabæjar.”

Skólamálaráð samþykkir með 4 atkvæðum.

6. mál

Fyrir lá bréf frá foreldrafélögum leikskóla í Vestmannaeyjabæ dags. 15. nóvember undirritað af Bryndísi Bogadóttur. Erindi: Sumarlokanir og sveigjanlegur vistunartími.

Skólamálaráð þakkar bréfið og felur leikskólafulltrúa að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hver kostnaður yrði ef sveigjanleiki væri meiri, bæði hvað varðar sumarlokanir sem og vistunartíma. Einnig er leikskólafulltrúi beðinn um að svara bréfinu.

Önnur mál

7. mál

Fyrir lá svar starfsmenntaráðs dags. 15. maí 2006 vegna umsóknar fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja um 1.500.000 króna styrk úr starfsmenntasjóði vegna fyrirhugaðs ráðstefnuhalds. Starfsmenntaráð samþykkti að veita 1.000.000 til verkefnisins. Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar og felur fjölskyldu- og fræðslusviði að vinna áfram að verkefninu.

8. – 9. mál

Trúnaðarmál

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:50 .

Fundargerð ritaði Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159