29.11.2006

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn

 

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Ráðhússins, 3. hæð miðvikudaginn 29. nóvember 2006 kl. 16:45.

Mætt: Guðríður Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir.

Auk þeirra voru mætt Jón Pétursson framkvæmdastjóri og Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi

Fundarritari: Sigurhanna Friðþórsdóttir

Trúnaðarmál

1. – 3. mál

Kvarðamál eru samtals sjö. Heimildir eru tvö mál.

4. mál

Umsókn um flutningsstyrk

Almenn mál

5. mál

Fjárhagsstaða málaflokksins kynnt.

6. mál

Breyting á stöðu rekstrarstjóra Hraunbúða.

Lögð er fram tillaga frá framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs um breytingu á starfi rekstrarstjóra Hraunbúða í stöðu deildarstjóra öldrunarmála með yfirumsjón með allri þjónustu málefna aldraðra samkvæmt meðfylgjandi starfslýsingu. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að kynna hugmyndirnar fyrir bæjarráði í ljósi samþykktar bæjarstjórnar frá 22. september 2005 þar sem samþykkt var að leggja niður starf rekstrarstjóra Hraunbúða í núverandi mynd, frá og með 1. janúar 2007.

7. mál

Skipun í þjónustuhóp aldraðra.

Lagt er til að Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi verði skipuð í þjónustuhóp aldraðra í stað Guðrúnar Erlingsdóttur og Sólrún Gunnarsdóttir verði varamaður hennar í stað Hafdísar Sigurðardóttur. Einnig er lagt til að Lea Oddsdóttir verði varamaður Magnúsar Jónassonar í stað Emmu Hinriku Sigurgeirsdóttur.

8. mál

Afgreiðsla á reglum um leiguhúsnæði.

Lagt er til að fjölskylduráð samþykki meðfylgjandi reglur um úthlutun leiguíbúða Vestmannaeyjabæjar og þær taki gildi frá og með 1. janúar 2007.

Fjölskylduráð samþykkir.

9. mál

Ósk um launað námsleyfi.

Framkvæmdastjóra er falið að ræða við viðkomandi og vísa málinu í réttan farveg.

Í ljósi erindisins ítrekar Fjölskylduráð nauðsyn þess að ljúka gerð sí- og endurmenntunaráætlunar og starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar.

10. mál

Ósk um fjárstuðning frá Vímulausri æsku – Foreldrahús.

Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu.

11. mál

Ósk um fjárhagsstuðning til Stígamóta.

Bæjarfélagið hefur notið góðs af þjónustu Stígamóta varðandi starfsemi sjálfshjálparhópa.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Stígamót um 50.000 krónur sem vísað er til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19.45

G. Ásta Halldórsdóttir (sign)

Sigurhanna Friðþórsdóttir (sign)

Jarl Sigurgeirsson (sign)

Hafdís Sigurðardóttir (sign)

Guðrún Erlingsdóttir (sign)

Jón Pétursson (sign)

Guðrún Jónsdóttir (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159