12.10.2006

Árið 2006, fimmtudaginn 12.

 

Árið 2006, fimmtudaginn 12. októmber kl. 16:00 haldinn fundur í Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í stjórnstöð Almannavarna við Faxastíg 38.

Mættir voru: Frosti Gíslason (Vestmannaeyjabæ), Elliði Vignisson (Vestmannaeyjabæ) Ragnar Þór Baldvinsson (Slökkviliði Vestmannaeyja) Karl Gauti Hjaltason (sýslumaður), Karl Björnsson (yfirlæknir heilsugæslustöðvar), Adólf Þórsson (Björgunarfélag Vestmannaeyja), Jóhann Ólafsson (Lögreglan)
Fundargerð ritaði:
Frosti Gíslason


1.mál. Skipun nefndar.
Nefndin kaus sér formann, Karl Gauta Hjaltason, Elliða Vignisson varaformann og Frosta Gíslason ritara.


2.mál. Minnisblað um hættu á flóðbylgju í Vestmannaeyjum í kjölfar Kötluhlaups.
Kynnt voru drög að minnisblaði eftir Ágúst Gunnar Gylfason, starfsmann almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, minnisblaðið er ódagsett.
Karl Gauti og Jóhannes hittu að máli Gísla Viggósson hjá Siglingamálastofnun og taldi hann fjarri lagi að flóðbylgja næði að Vestmannaeyjahöfn.
Nefndin samþykkti að óska eftir skriflegu áliti Gísla Viggóssonar og fullgerðu minnisblaði um hættu á flóðbylgjum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

3. mál. Samningur um skipun hjálparliðs.
Nefndin felur bæjarstjóra, og framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs, að ræða við viðeigandi aðila um samning um skipun hjálparliðs.

4.mál. Landsæfing.
Adólf kynnit fyrirhugaða sjóæfingu á vegum Landsbjargar sem á að vera 28.apríl 2007.

5. mál. Varaaflstöð fyrir stjórnstöð.
Rætt var um varaaflstöð fyrir stjórnstöð.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

Fundargerð samþykkt:

Frosti Gíslason.
Ragnar Þór Baldvinsson.
Karl Gauti Hjaltason.
Adólf Þórsson.
Karl Björnsson.
Jóhann Ólafsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159