04.10.2006

FundargerðFundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn

 

Fundargerð

 

 

 

Fundur fjölskylduráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Ráðhússins, 3 hæð miðvikudaginn 04. október 2006 kl. 16:45.

 

Mætt voru: G. Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir.

 

 

Auk þeirra voru mætt Jón Pétursson framkvæmdastjóri, Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi.

 

Ritari var: Sigurhanna Friðþórsdóttir

 

 

 

Barnavernd

 

1. mál
Lagt fram mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga í septembermánuði. Félags- og fjölskyldusviði bárust alls 15 tilkynningar vegna 20 barna. 4 tilkynningar bárust vegna vanrækslu gagnvart barni, 2 vegna ofbeldis gagnvart barni og 9 vegna áhættuhegðunar barns.

 

 

Jafnframt lá fyrir yfirlit yfir fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði ársins og samanburður við árið 2005. Fram kom að fjöldi tilkynninga er sá sami milli ára (78 talsins) en eðli og innihald tilkynninga hefur breyst. Mun fleiri tilkynningar berast vegna vanrækslu barna (31 nú en 16 í fyrra) en færri tilkynningar um áhættuhegðun barna. Í fyrra voru 58% tilkynninga fyrstu 9 mánuðina frá lögreglu en tilkynningar lögreglu eru nú 50% tilkynninga. Tilkynningar koma nú oftar frá aðilum tengdum barninu, skólayfirvöldum og öðrum sem eru í samskiptum við viðkomandi börn og fjölskyldur.

 

Þegar litið er á fjölda mála í vinnslu kemur fram að það sem af er árinu hefur verið unnið í málum 68 barna en allt árið í fyrra var unnið í málum 67 barna. Málum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár eða allt frá 23 málum árið 1997. Eins og staðan er í dag eru 15 mál sem bíða vinnslu, 22 málum er lokið og 31 eru í vinnslu. Úrræði vantar fyrir 23 börn (s.s. tilsjón, stuðningsfjölskyldu, fóstur ofl.).

 

2. - 11. mál
Barnaverndarmál: Áætlanir í málum átta barna og greinargerðir í málum tveggja barna.

 

 

 

 

Trúnaðarmál

 

12. – 17. mál

 

 

Trúnaðarmál: Kvarðamál eru samtals átta. Heimildir eru fimm mál.

 

Almenn mál

18 .mál
Gerð er grein fyrir stöðu athvarfsins í Þórsheimilinu.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu fyrir upplýsingarnar.

 

 

 

 

19. mál
Tillaga að gerð jafnréttisáætlunar.

 

Fyrir lá greinargerð frá Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa. Með vísan í bókun fjölskylduráðs frá 15. mars sl. þar sem farið var fram á tilnefningar í stýrihóp vegna gerðar jafnréttisáætlunar er lagt til að framkvæmdastjórar sviða Vestmannaeyjabæjar tilnefni fulltrúa í stýrihópinn.

 

 

 

20. mál
Hópastarf með þolendum kynferðisofbeldis.

 

Fyrir lá greinargerð frá Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa um hópastarf í samvinnu með Landakirkju og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Lagt er til að fjölskylduráð styrki tvo þátttakendur á leiðbeinendanámskeið Stígamóta 6. – 8. október nk.

 

21. mál
Ósk frá 6 starfsmönnum Hraunbúða um greiðslu Vestmannaeyjabæjar á námskeiðskostnaði vegna námskeiðs um líknandi meðferð. Fjölskylduráð hafnar beiðninni en bendir starfsmönnum á að kanna réttindi sín hjá starfsmenntunarsjóðum viðkomandi stéttarfélaga.

22. mál
Ósk um framlag til Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduráð hafnar erindinu.

 

 

23. mál
Ósk um framlag til verkefnisins Blátt áfram. Fjölskylduráð hafnar erindinu.

 

 

23. mál
Beiðni um fjárstyrk vegna útgáfu greinarsafnsins “Heilbrigði og heildarsýn. Félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu”. Fjölskylduráð hafnar erindinu.

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi lauk kl. 19.50.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159