19.09.2006

Fundargerð172. fundur skólamálaráðs

 

Fundargerð

172. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 19. september 2006 kl. 16

Mætt voru: Páll Marvin Jónsson formaður, Hjörtur Kristjánsson varaformaður, Díanna Þyri Einarsdóttir, Valur Bogason og Jóhanna Kristín Reynisdóttir,

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi, Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi, Jón Pétursson framkvæmdastjóri og Helga Tryggvadóttir námsráðgjafi.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis, Auður Karlsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla, Helena Jónsdóttir leikskólastjóri Rauðagerðis, Margrét Brandsdóttir aðstoðarskólastjóri Sóla og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir fulltrúi foreldra.

Áheyrnarfulltrúi vegna grunnskólanna: : Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Ingibjörg Finnbogadóttir fulltrúi foreldra.

Áheyrnarfulltrúar vegna tónlistarskólans: Guðmundur H. Guðjónsson skólastjóri tónlistarskólans og Steingrímur Ágúst Jónsson fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Málefni tónlistarskóla.

1. mál

Starfsmannamál.

Gerð var grein fyrir breytingum á starfsmannamálum Tónlistarskólans.

Tveir kennarar hætta störfum. Einn kennari í ársleyfi.

Tveir kennarar koma til starfa en strengjakennsla hefur verið felld niður.

Málefni grunnskóla.

2. mál

Helga Tryggvadóttir námsráðgjafi kynnti skýrslu sína um Olweusarverkefni gegn einelti sem unnið var í grunnskólunum undir hennar stjórn á s.l. tveimur árum.

Skólamálaráð þakkar Helgu upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þetta verkefni og afrakstur þess.

3. mál.

Nafn hins nýja sameinaða grunnskóla.

Skólamálaráð leggur til að nafn hins nýja sameinaða grunnskóla verði Grunnskóli Vestmannaeyja (GV) og að starfsstöðvarnar tvær haldi nöfnum sínum, þ.e. Hamarsskóli og Barnaskóli.

Skólamálaráð leggur til að haldin verði samkeppni um merki hins nýja skóla.

4.mál

Starfsmannamál.

Við upphaf vetrarstarfs Grunnskólans skólaárið 2006-2007 eru starfandi 87 kennarar í 69,97 stöðugildum. 69 þeirra sem sjá um kennslu eru með full réttindi eða 79,3%.

7 stjórnendur (skólastjóri, tveir aðstoðarskólastjórar og fjórir deildarstjórar). Námsráðgjafi er í fullu starfi og þroskaþjálfar í 170% starfi. 19 leiðbeinendur og eru flestir þeirra eru í kennaranámi. Hlutfall réttindakennara hefur hækkað um 0,3% frá í fyrra. Stuðningsfulltrúar hafa verið ráðnir í 11,25% stöðugildi. Tvö stöðugildi ritara eru við skólann. Húsvörður í 100% stöðu. 26 skólaliðar starfa við skólann í 18,52 stöðugildum og matráðar í 1,75 stöðugildum

5. mál

Fyrir lá erindi frá þremur kennurum Grunnskóla Vestmannaeyja vegna þátttöku 7. ÁST í samnorrænu verkefni á vegum Nord Plus. Nord Plus greiðir ferðakostnað fyrir hópinn og uppihald fyrir nemendur, en kennararnir óska eftir styrk frá skólamálaráði til að standa undir kostnaði við gistingu fararstjóra og uppihald þeirra.

Skólamálaráð vísar erindinu til skólastjóra Grunnskólans.

6. mál

Fyrir lá erindi frá Ólöfu Margréti Magnúsdóttur með beiðni um leyfi vegna þátttöku í tveimur verkefnum í tengslum við kennslu daufblindra. Annars vegar dagana

5. – 9. október og hins vegar 16. - 19. október 2006.

Skólamálaráð fagnar þeirri viðurkenningu sem þetta felur í sér til handa Ólöfu Margréti en vísar erindinu um launað leyfi til skólastjóra Grunnskólans.

7. mál

Fyrir lá erindi frá Kennarafélagi Vestmannaeyja um fjárstyrk að upphæð kr. 100.000 vegna kynnisferðar KV 15. september s.l.

Skólamálaráð samþykkir erindið sem afgreiðslu á 1. máli 167. fundar.

8. mál

Fyrir lá erindi frá foreldrum barns sem er að hefja skólagöngu í 1. bekk um að það fái að stunda skólagöngu í öðru skólahverfi en því sem það á að gera skv. viðmiðunum um skólahverfi.

Samkvæmt grunnskólalögum (l.48/2001 2. gr) eru slíkar heimildir í höndum skólastjóra. Skólamálaráð ítrekar þó að slíkar ákvarðanir hafi ekki áhrif til fjölgunar bekkjardeilda sem og að þær rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.

9. mál

Fyrir lá bréf frá Bændasamtökum Vestmannaeyja með hugmyndum að uppgræðslu og hönnun Hvítinga.

Skólamálaráð fagnar erindinu og vísar því til skólastjóra Grunnskólans og framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs.

10. mál

a) Fyrir lá til kynningar lausleg þýðing frá fjármálaráðuneytinu á fyrstu tveimur hlutum Efnahagsskýrslu OECD um Ísland, ágúst 2006.

b) Fyrir lá til kynningar ályktun skólamálanefndar vegna skýrslu OECD (sbr lið a).

c) Fyrir lágu til kynningar samþykktir mennta- og menningamálanefndar á SASS þingi sem haldið var 7. – 8. september.

Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar

11. mál

Fyrir lágu upplýsingar um útlagðan kostnað vegna fjarnáms starfsmanna í Grunnskóla Vestmannaeyjabæjar á vorönn 2006. Greiðslur í formi leyfa á launum námu kr 409.860 fyrir vorönn 2006. Jafnframt voru greiddar út kr. 200.000 í ferðastyrki til annarra fjarnámsnema sem ekki nutu fjarnámsstyrka í formi launalausra leyfa.

Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar. Þar sem átaksverkefni um námsstyrki til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar er lokið setur skólamálaráð fram eftirfarandi tillögu: Skólamálaráð mælir með að Vestmannaeyjabær skipi vinnuhóp sem falið verði að skoða þörf fyrir fag-, sí- og endurmenntun starfsmanna stofnana bæjarfélagsins. Jafnframt verði vinnuhópnum falið að leggja fram tillögur um endur- og símenntunaráætlun starfsmanna bæjarfélagsins og leggja drög að stefnumótun hvað þetta varðar.

Þar sem engar reglur eru til um þessi mál, mælist skólamálaráð til að þessi vinna verði sett af stað. Niðurstöður liggi fyrir svo hægt verði að taka tillit fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2007

Málefni leikskóla

12. mál

Starfsmannamál.

Við upphaf vetrarstarfs skólaárið 2006-2007 eru 69 starfsmenn í 45,27 stöðugildum.

59 starfa við kennslu. Af þeim eru 22 (37%) með fagmenntun, 37 eru leiðbeinendur.

10 starfa við ræstingar og mötuneyti.

Faglærðir starfsmenn eru 40% á Kirkjugerði, 45% á Rauðagerði og 21% á Sóla.

Meðaltal faglærðra á leikskólunum er 37%.

13.mál

Fyrir lá beiðni starfsmanns leikskólans Kirkjugerðis um launað leyfi dagana 23. til 25. ágúst, 13. október og 24. nóvember vegna fjarnáms í sérkennslufræðum.

Skólamálaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo framarlega sem það rúmast innan fjárhagsáætlunar skólans.

14. mál

Fyrir liggja upplýsingar um útlagðan kostnað vegna fjarnáms starfsmanna á leikskólum Vestmannaeyjabæjar á vorönn 2006 vegna átaksverkefnis sem lauk í júní s.l.

Greiðslur vegna leyfa á launum námu kr 100.613 fyrir vorönn 2006. Jafnframt voru greiddar út kr. 200.000 í ferðastyrki til annarra fjarnámsnema sem ekki nutu fjarnámsstyrkja í formi launalausra leyfa.

Sjá bókun vegna 11. máls

15. mál

Erindi frá foreldrum barna hjá dagmæðrum í Vestmannaeyjum varðandi niðurgreiðslur barna hjá dagmæðrum.

Skólamálaráð leggur fram eftirfarandi tillögu:

Rekstur Leikskóla Vestmannaeyjabæjar

Skólamálaráð samþykkir að skipa starfshóp til að fara yfir rekstur leikskólanna. Markmið starfshópsins er að ná fram hagræðingu til að skapa svigrúm til að aðlaga gjaldskrá leikskólanna og reglur um niðurgreiðslur til dagmæðra að viðmiðunarsveitafélögum. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn kynni skólamálaráði tillögur til hagræðinga fyrir 20. október 2006.

Tillaga er um að eftirtaldir fulltrúar skipi starfshópinn: Páll Einarsson fjármálastjóri,

Jón Pétursson framkvæmdastjóri, Helena Jónsdóttir leikskólastjóri,

Emma Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og Hafdís Snorradóttir foreldri barns á Sóla.

Starfsmaður hópsins verði Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi.

Greinargerð

Þann 15. nóvember n.k. verður tekinn í notkun nýr og glæsilegur leiksskóli á Sóla. Þrátt fyrir að leikskólinn í Betel og gamli Sóli verði lagðir niður, liggur fyrir að kostnaður vegna nýja Sóla auki fjárútlát bæjarins verulega í þessum málaflokki.

Samkvæmt upplýsingum frá leikskólafulltrúa er grunngjaldskrá Vestmannaeyjabæjar í hærra lagi miðað við þau sveitarfélög, sem við berum okkur gjarnan saman við. Það er ljóst að til þess að hægt sé að koma til móts við fjölskyldur, sem eiga börn á leikskólum eða njóta þjónustu dagmæðra er nauðsynlegt að leita leiða til hagræðinga innan málaflokksins í þeim tilgangi að aðlaga gjaldskrá leikskóla bæjarins, afsláttarkerfið og niðurgreiðslur til dagmæðra að því umhverfi, sem tíðkast í viðmiðunarsveitarfélögum.

16. mál.

Fyrir lá tillaga um vísitöluhækkun leikskólagjalda sem frestað var á síðasta fundi skólamálaráðs skv. 7. mál d liður. Lagt er til að dvalargjöld hækki um 5% skv. launavísitölu 1. des 2005 til 31. maí 2006. Mælt er með að almennt gjald verði því 3.100.- (var 2.960.-) pr klukkustund.

Skólamálaráð samþykkir tillöguna með vísun í mikilvægi þess að endurskoða leikskólagjöldin og niðurgreiðslu til dagmæðra sbr. 15. mál.

17. mál

Kynning á framlengingu þjónustusamnings við Fjóluna vegna kaupa á hádegismat fyrir leikskólana.

Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar.

18. mál

Kynnt var bréf til kynningar frá menntamálaráðuneytinu um endurskoðun laga um leikskóla dags. 26.júní 2006.

Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar.

19. mál

Fyrir lá bréf frá Júlíu Ólafsdóttur skólastjóra Sóla og Margréti Kjartansdóttur trúnaðarmanni á Sóla með beiðni um styrk að upphæð kr 100.000 til að gera ófaglærðu starfsfólki á Sóla kleift að sækja ráðstefnu um Hjallastefnuna.

Skólamálaráð samþykkir erindið en að framvegis verði þetta tekið inn í almennan rekstur skólans.

20. mál

Kynning á vinnureglum varðandi nemendur grunnskóla um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Skólamálaráð samþykkir að fjölskyldu – og fræðslusvið vinni eftir viðmununarreglum Samband íslenskra sveitarfélaga vegna nemenda grunnskóla sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.

21. Trúnaðarmál.

Fundi slitið kl 19:00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159