13.09.2006

Fundur fjölskylduráðs miðvikudaginn 13.

 

Fundur fjölskylduráðs miðvikudaginn 13. september 2006 kl. 16.30

Mætt voru: G.Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Helga Björk Ólafsdóttir, Hjörtur Kristjánsson, Jón Pétursson framkvæmdastjóri, Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og Hanna R. Björnsdóttir deildastjóri málefna fatlaðra

1. mál Fyrir lá mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnarverndar­tilkynningu í

ágústmánuði. Félags- og fjölskyldusviði bárust 9 tilkynningar vegna 12 barna, 5

tilkynningar bárust vegna vanrækslu gagnvart barni, 2 vegna ofbeldis gagnvart barni og

2 vegna áhættuhegðunar barns.

2. mál Barnavernd

3.–5. mál Trúnaðarmál

6. mál Svar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar við

spurningum félagsmálaráðuneytisins um málefni innflytjenda.

7. mál Rætt um endurnýjun á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og ríkisins um málefni

fatlaðra.

Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur til að ræða þjónustuþörfina næstu

árin innan málefnis fatlaðra og kostnað vegna nýs samnings við ríkið. Mælt er með að í

þeim hópi sitji framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, deildarstjóri málefnis

fatlaðra, fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar, G. Ásta Halldórsdóttir formaður fjölskylduráðs

og Guðrún Erlingsdóttir varaformaður. Fjölskylduráð mælir með því að lögfræðingur verði

fenginn í að bera saman væntanlegan þjónustusamning og þann sem rennur úr gildi 31.

desember nk. til að gæta hagsmuna bæjarsjóðs.

8. mál Erindi barst frá Hönnu R. Björnsdóttur deildarstjóra málefna fatlaðra.

Samkvæmt þjónustusamningi við ríkið er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli í deildastjóra málefna fatlaðra. Fjölskylduráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti svo framarlega sem tryggt verði að starfsmaður verði fundinn í það sem vantar upp á og það rúmist innan fjárhagsrammans.

9. mál Lagt er fram kynning á félagsstarfi aldraðra veturinn 2006-2007. Fjölskyldurráð og

bæjarfulltrúar munu sjá um spilavist og veitingar á Hraunbúðum 23. mars 2007.

10. mál Lagt er fram til kynningar upplýsingar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um

núverandi stöðu mannahalds á fjölskyldu- og fræðslusviði og áhyggjur starfsmanna

sviðsins á stöðu mála.

Núverandi ástand er ekki viðunandi og til þess fallið að koma niður á þeim sem nýta

þjónustuna. Fjölskylduráð tekur undir áhyggjur starfsmanna um aðgengi að þjónustu

sviðsins og starfsmannahaldi til að sinna verkefnum sem heyrir undir ráðið.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl: 19.47

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159