19.07.2006

Dagskrá fundar fjölskylduráðs Vestmannaeyja

 

Dagskrá fundar fjölskylduráðs Vestmannaeyja miðvikudaginn 19. júlí 2006 kl. 16.00

Mætt voru: G. Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Helga B. Ólafsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri.

1 – 7 mál. Trúnaðarmál

8. mál Lögð fram samantekt úr ársskýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2005.

Á árinu 2005 var unnið með málefni 45 fjölskyldna vegna 67 barna. Þar af voru 26 ný mál. Málum fjölgaði að nýju frá árinu á undan og voru nú jafnmörg og árið 2003. Tilkynningum fjölgar verulega, úr 87 árið 2004 (og 88 árið 2003) í 111 tilkynningar. Tilkynnt var um 108 börn sem er einnig talsverð fjölgun.

Frá lögreglu bárust 69 tilkynningar (31 árið á undan), 12 tilkynningar frá skóla eða leikskóla (18 árið á undan) 7 frá foreldrum barns (15 árið á undan), 2 frá ættingjum barns (7 frá árinu á undan og 2 frá barninu sjálfu. Samtals 11 frá barninu sjálfu og nánustu aðstandendum þess (22 árið á undan). Þá bárust 4 tilkynningar frá heilbrigðisyfirvöldum (8 árið á undan), 10 frá nágrönnum eða öðrum aðilum (7 árið á undan) og 5 frá öðrum nefndum.

Þau stuðningsúrræði sem barnaverndarnefnd notaði voru leiðbeiningar til foreldra um uppeldi og aðbúnað (28 tilvik), barni eða fjölskyldu útvegaður tilsjónarmaður, persónulegur ráðgjafi eða stuðningsfjölskylda (18 tilvik), barni útvegaður viðeigandi stuðningur/meðferð eða sumardvöl (5 tilvik), stuðlað að beitingu úrræða skv. öðrum lögum (5 tilvik) og önnur úrræði, s.s. viðtöl við barn, teymisvinna, athvarf, eftirlit ofl. (13 tilvik). 5 börn voru í fóstri á árinu (sami fjöldi og í fyrra) en að þessu sinni voru engar aðrar vistanir, s.s. á stofnunum á vegum ríkisins. Úrræðum í heimabyggð fjölgar verulega, s.s. tilsjónar, stuðningsfjölskyldur, viðtöl við börn og skipulögð ráðgjöf.

Allar þessar ráðstafanir voru gerðar með samþykki foreldra og/eða barna sem náð höfðu 15 ára aldri og var ekki gripið til neinna úrskurða eða þvingunarúrræða á árinu.

Í árslok var málum 32 barna lokið, málum 1 barns var vísað til annarrar nefndar og mál 26 barna enn í vinnslu (auk 8 sem voru enn í könnun). Kynjaskipting barnanna var þannig að unnið var með mál 24 stúlkna og 43 drengja. Börn á aldrinum 0-5 ára voru 14 talsins, 17 á aldrinum 6-10 ára, 17 á aldrinum 11-14 ára og 23 á aldrinum 15-18 ára. Fjölgun er milli ára í yngsta aldurshópnum hjá drengjum og elsta aldurshópnum hjá báðum kynjum.

Ljóst er að talsverð aukning er á fjölda mála og tilkynninga á milli ára. Í fyrra hafði málum fækkað miðað við árin á undan en þau virtust þyngri (fleiri vistanir utan heimilis og fleiri tilkynningar pr.mál). Í dag er verið að vinna meira með málin á heimavelli með öflugum stuðningi inn á heimilin og með ráðgjöf sérfræðinga á staðnum.Verið er að þjónusta um 40 barna kjarna árlega.

9 – 11. mál Barnavernd

12. mál Lögð fram til kynningar ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr.55/2006

13. mál Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá Alþýðusambandi Íslands og Hlutverka-samtökum um vinnu og verkþjálfun um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra. Framkvæmdastjóra er falið að reikna út kostnað við að koma yfirlýsingu ASÍ og Hlutverks í framkvæmd og óska eftir fjárveitingu félagsmálaráðuneytisins.

14. mál Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndar almannatrygginga varðandi neyðarhnappa í íbúðum Vestmannaeyjabæjar í Eyjahrauni 1 – 12.

15. mál Trúnaðarmál

16. mál Í framhaldi af 13. máli frá 3. maí 2006 varðandi ræstingar á Hraunbúðum felur fjölskylduráð framkvæmdastjóra að vinna að tillögum í ljósi niðurstöðu uppmælingar og upplýsinga frá starfsmönnum.

17. mál Rætt var um niðurstöður starfsmat á félags-og fjölskyldusviði og í ljósi þess og að framundan er vinna við gerð jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins felur fjölskylduráð framkvæmdastjóra að kanna kostnað við gerð jafnréttis-og launakönnunar hjá Vestmannaeyjabæ.

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18.30

G. Ásta Halldórsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Helga B. Ólafsdóttir

Sigurhanna Friðþórsdóttir

Hafdís Sigurðardóttir

Hera Ósk Einarsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159