04.07.2006

171. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

171. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttahússins þriðjudaginn 4. júlí 2006 kl. 16.00.

Mætt voru : Páll Marvin Jónsson formaður, Hjörtur Kristjánsson varaformaður, Díanna Þyri Einarsdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Gunnar Friðfinnsson og Margrét Rós Ingólfsdóttir.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi, Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Alda Gunnarsdóttir, Helena Jónsdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Guðrún Snæbjörnsdóttir, María G. Pálmadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Valgerður Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúi vegna tónlistarskólans : Guðmundur H. Guðjónsson.

Fundargerð ritaði:

1. mál.

Skóla- og æskulýðsstefna Vestmannaeyjabæjar. Kynning.

Málefni grunnskóla

2. mál.

Fræðslu- og menningarsvið kynnir/gerir grein fyrir eftirfarandi:

a) Fjölda umsókna sem hafa borist vegna auglýstra starfa við Grunnskóla Vestmannaeyja.

Umsóknir sem borist hafa: Sjö umsóknir réttindakennara. Fjórar umsóknir leiðbeinenda í grunnskólakennaranámi, sex umsóknir leiðbeinenda, tvær umsóknir þroskaþjálfa og fjórar umsóknir í stöðu deildarstjóra.

b) Sjálfsmatsskýrslu Hamarsskóla í Vestmannaeyjum fyrir skólaárið 2005-2006.

Ráðið þakkar upplýsingarnar

c) Sjálfsmatsskýrslu Barnaskóla Vestmannaeyja fyrir skólaárið 2005-2006.

Ráðið þakkar upplýsingarnar.

d) Tilkynningu um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum .

Lokaúthlutun hefur farið fram og nam endanleg úthlutun vegna fjárhagsársins 2006 krónum 16.620.000.-

e) Afhendingu íslensku menntaverðlaunanna árið 2006.

Íris Róbertsdóttir, kennari við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, hlaut íslensku menntaverðlaunin fyrir að hafa í upphafi kennsluferils síns sýnt hæfileika og lagt alúð við starfið. Foreldrar í skólanum tilnefndu Írisi til verðlaunanna sem forseti Íslands, hr Ólafur Ragnar Grímsson afhenti henni við hátíðlega athöfn í júní sl. Skólamálaráð óskar Írisi hjartanlega til hamingju með verðlaunin og óskar henni velfarnaðar.

3. mál.

a) Kynning á bréfi frá skólastjórum Grunnskóla Vestmannaeyja til foreldra barna í 1. og 2. bekkjum um að jafna aðstöðu yngstu barnanna í skólanum einkum vegna misjafnra bekkjastærða.

Skólamálaráð fagnar mjög viðleitni skólastjórnenda til að leita allra leiða til að jafna bekkjastærðir í 1. og 2. bekk enda slíkt mikilvægt fyrir nemendur. Skólamálaráð leggur þó ríka áherslu á að allra leiða verði leitað til að vinna þannig að lausn vandamála að kennarar og foreldrar séu hafðir með í ráðum og að samstaða náist um þær ákvarðanir sem verða teknar.

b) Fyrir lá bréf frá meirihluta foreldra væntanlegra nemenda annars bekkjar GrunnskólaVestmannaeyja, þar sem skorað er á skólamálaráð að beita sér fyrir því að bekkjaskipting haldist óbreytt næsta skólaár.

Í ljósi þeirra áskorana sem borist hafa frá foreldrum í 2. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja hvetur skólamálaráð skólastjórnendur til þess að taka tillit til þeirra athugasemda sem þar koma fram, enda er þessi aðgerð hugsuð til að koma til móts við börn viðkomandi foreldra vegna misjafnra bekkjastærða.

4. mál.

Fyrir lá erindi frá stjórnum foreldrafélaga Hamarsskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja um mötuneytismál grunnskólanna.

Skólamálaráð þakkar erindið og felur fræðslu- og menningarsviði að vinna að tillögum til úrlausnar í samræmi við fyrirliggjandi erindi frá stjórnum foreldrafélaga Grunnskóla Vestmannaeyja í fæðismálum leik- og grunnskóla í samráði við foreldra og skólastjórnendur (sbr. 8. mál).

5. mál.

Fyrir lá erindi frá foreldrum þriggja nemenda sem eiga að hefja skólagöngu haustið 2006 um að þeir fái að stunda skólagöngu í öðru skólahverfi en því sem þeir eiga að sækja skv. viðmiðunum um skólahverfi.

Skólamálaráð samþykkir erindin að því gefnu að ekki komi til fjölgun bekkjadeilda.

6. mál.

Fyrir lá tillaga fræðslu- og menningarsviðs og Fanneyjar Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja, varðandi rekstur og fyrirkomulag skóladagheimilis fyrir skólaárið 2006-2007.

Skólamálaráð samþykkir tillöguna. Og felur skólamálaráð skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja, í samráði við skólaskrifstofu, umsjón verkefnisins. Jafnframt beinir ráðið því til Fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á hagræðingu vegna breytinganna, þá með tilliti til starfsmannahalds.

Samþykkt samhljóða.

Málefni leikskóla

7. mál.

Fræðslu- og menningarsvið kynnir/gerir grein fyrir eftirfarandi:

a) Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu vegna könnunar sem fyrirhugað er að gera á þáttum sem tengjast starfsemi leikskóla.

Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar og hvetur skólastjóra leikskólanna til að taka þátt í könnuninni.

b) Fyrir lágu upplýsingar um starfsmannamál.

Kirkjugerði : Hætta störfum: Sigríður Dilja Magnúsdóttir (1.6.06) og

Eyja Þ. Halldórsdóttir (1.7.06)

Ný- og endurráðningar: Kristín Ellertsdóttir leikskólakennari (frá 1.9.06) og

Elva Á. Magnúsdóttir leikskólakennari (22.08 06).

Sóli : Hætta störfum: Hrefna Ósk Erlingsdóttir og Soffía Marý Másdóttir leiðbeinendur (1.7.06).

Rauðagerði . Launalaust leyfi: Steina Friðsteinsdóttir (1.9.06).

Hætta störfum: Áslaug Hrund Stefánsdóttir (1.9.06) og Inga Sigurbjörg Árnadóttir, lausráðinn leiðbeinandi og Guðrún S. Þorsteinsdóttir leikskólakennari fer í barnsburðaleyfi í haust 2006.

Skilastaða. Gert verður ráð fyrir skilastöðu í haust (milli kl. 16-17).

Stuðningur í sérdeild . Aukning verður á stuðningi í sérdeild.

c) Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir verkefnum sem unnin hafa verið vegna nýs leikskóla.

Leikskólafulltrúi og leikskólastjóri Sóla hafa að undanförnu unnið að undirbúningi fyrir útboð vegna búnaðar fyrir nýja leikskólann. Farið verður í sameiginlegt útboð með öðrum leikskólum sem eru að opna á þessu ári eða næsta og Fasteign hf. er aðili að.

d) Hækkun leikskólagjalda frá 1. júlí 2006.

Við leggjum til að hækkun dvalargjalda um 5% skv. launavísitölu verði frestað.

Fæðisgjaldið verði hækkað um 3% skv. neysluvísitölu frá 1.ágúst.

Samþykkt samhljóða.

8. mál.

Fæði á Kirkjugerði og Sóla. Fyrirkomulag eftir sumarfrí.

Fræðslu- og menningarsvið óskar eftir að framlengja samning leikskólans Sóla og leikskólans Kirkjugerðis annars vegar og veitingarstaðarins Fjólunnar hins vegar frá 17. ágúst – 31. desember 2006.

Skólamálaráð þakkar erindið og felur fræðslu- og menningarsviði að vinna að tillögum til úrlausnar í fæðismálum í leik- og grunnskólum í samráði við foreldra og skólastjórnendur (sbr.4. mál).

Samþykkt samhljóða.

Málefni tónlistarskóla

9. mál.

Fyrir lá umsókn til skólamálaráðs frá Eggerti Björgvinssyni um styrk til handa Skólalúðrasveit Vestmannaeyja, yngri deild.

Skólamálaráð getur því miður ekki orði við erindinu, þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2006.

Samþykkt samhljóða

10. mál

Fyrir lá umsókn til skólamálaráðs frá Steingrími Á. Jónssyni um styrk til handa Skólalúðrasveit Vestmannaeyja, eldri deild.

Skólamálaráð getur því miður ekki orðið við erindinu, þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2006.

Samþykkt samhljóða

11. mál

Fyrir lá ársskýrsla Foreldrafélags Skólalúðrasveitar Tónlistarskóla Vestmannaeyja fyrir árið 2005.

Skólamálaráð þakkar upplýsingarnar.

Önnur mál

12. mál

a) Fyrir lá fyrirspurn frá Erlendi G. Gunnarssyni um tryggingar skólabarna í Vestmannaeyjum.

b) Fyrir lá svar fræðslu- og menningarsviðs við fyrirspurn Erlendar um tryggingar skólabarna.

Fram kemur í svarinu að öll skólabörn eru tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Slysatryggingin nær til allra skólabarna í sveitarfélaginu, hvort sem þau eru skráð í grunn- eða leikskóla, á dagvistunarheimili, gæsluvelli sem og á námskeiðum á vegum Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

Fundi slitið kl. 17.44.

Guðrún Snæbjörnsdóttir
Jóhanna Kristín Reynisdóttir ritaði fundargerð
María G. Pálmadóttir
Páll Marvin Jónsson
Ingibjörg Finnbogadóttir
Hjörtur Kristjánsson
Valgerður Guðjónsdóttir
Díanna Þyri Einarsdóttir
Guðmundur H. Guðjónsson
Elsa Valgeirsdóttir
Gunnar Friðfinnsson
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Erna Jóhannesdóttir
Guðrún Helga Bjarnadóttir
Alda Gunnarsdóttir
Helena Jónsdóttir
Júlía Ólafsdóttir
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159